Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 63

Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 63
sem nutu trausts og virðingar. Má ætla að Jóhannes hafi fljótt fengið sig fullsaddan af starfmu, enda sagði hann sig frá því að liðnum þremur ámm. Jóhannes Wilhelm Hansen byggði hús sitt, sem áður er á minnst, árið 1843. Var hús hans að nokkm eða einhverju leyti byggt upp úr litlu húsi sem stóð lítið eitt ofar í lóðinni. Hús Jóhannesar stóð til 1908 og var nefnt eftir eiganda sínum, Jóhannesarhús. Var þá húsið Strandgata 19 byggt neðst í lóðinni, niður við brún götunnar. Það bar að vísu í upphafi töluna 13 við Strandgötu, en húsnúmemm við götuna var seinna breytt, sem ekki mæltist vel fyrir, og fékk þá húsið númerið 19 og hefúr síðan haldið því. Húsið stendur enn og er þrjár hæðir frá götu og var orðið fremur óhrjálegt á að líta, en nú hefúr verið gerð á því nokkur bragarbót. Neðsta hæðin, jarðhæðin, var tekin undir verslunarstarfsemi og byggð úr steini, en hinar hæðimar úr timbri. Ef til vill hefúr hið nýja hús í upphafi verið nefút Jóhannesarhús eftir fyrrum húsi, en varla hefur það verið nema um skamma hríð - þótt stundum lifi lengi í gömlum glæðum - því að Hafnarfjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi 1908, sama árið og húsið var byggt. Féllu þá hin gömlu nöfn yfirleitt smám saman niður, en götunöfn og númer komu í staðinn. Arið 1921 var húsið stækkað um eina gluggaröð í átt að Arahúsi, Strandgötu 21, og 1926 var byggt við húsió í átt til austurs, kjallari og ein hæð. Enn í dag er form hússins hið sama og eftir þessar breytingar. Það þótti í upphafi áberandi stórt og vakti efúrtekt í kaupstaðnum, bæði meðal heimamanna og aðkomufólks. Húsið, Strandgata 19, skemmdist vemlega í bruna á gamlaárskvöldi 1942. Eldinn tókst að slökkva, en húsið var óíbúðarhæft eftir brunann. Þáverandi eigendur og íbúar hússins, þeir bræðurnir, Jón og Jóhannes Einarssynir, ásamt Gísla Sigurgeirssyni, létu þó ekki deigan síga og endurbyggðu það. Lét bæjarstjóm gott heita þótt það stæði ekki samsíða götunni eins og það raunar hafði gert ffá því gatan var formuð. Jóhannes Wilhelm Hansen flutti búferlum suður að Stóra- Hólmi í Leiru árið 1860 og stundaði þaðan sjóróðra og fiskverkun. Hafði hann þar vinnumann og tvær vinnukonur ásamt húsfólki og leigði öðmm húsið sitt í Hafnarfirði á meðan. Þótt sjávarbúskapurinn syðra gengi vel stóð hann ekki lengi, aðeins tvö ár, því að Jóhannes andaðist þar með skyndilegum hætti árið 1862 vegna ígerðar í lifur, lifrarbólgu eða gulusóttar, aðeins 47 ára að aldri. Ekkja hans, Kristín Jónsdóttir, fluttist þá með syni sína í húsið þeirra í Hafúarfirði og lifði af sjávarafla eða á sinni eigin eignarútgerð það sem eftir var ævi. Börn þeirra Jóhannesar og Kristínar voru þessi: a) Sigríður, f. 5. 9. 1840, - hún var barn Jóhannesar fyrir hjónaband. b) Tvíburarnir Einar og Jón, f. 2. 10 1845, sá síöarnefndi dó á sama ári. c) Jón annar, f. 29. 1. 1848. d) Hcndrik, f. 9. 4. 1850 e) Pétur, f. 8. 2. 1855 - d. 24. 12. 1865 Sigríður var fædd 5. sept. árið 1840 á Hlöðum eða Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Móðir hennar var Helga Gísladóttir ffá Lækjarkoti í Mosfellssveit, talinn fædd 1819, og því 21 árs er dóttir hennar, Sigríður, kemur í heiminn. Ekki varð lfamhald á samvistum þeirra Helgu og Jóhannesar, þótt bam hefðu eignast, og mun Sigríður hafa verið í umsjá móður sinnar fyrstu árin, en þegar Jóhannes kvæntist árið 1844, eins og áður er fram komið og flutti í nýbyggt eigið hús með brúði sína, Kristínu, varð að samkomulag milli þeirra Jóhannesar og Helgu að Sigríður litla færi í fóstur til hans og Kristínar. Mun Helga þá hafa átt kost á ráðskonustöðu hjá Sigurði Bjamasyni, sjómanni og húseiganda í Melshúsi 3 í Reykjavík, og má líklegt telja að húsráðandinn hafi ekki talið æskilegt að hún hefði bamið með sér í vistina. Olst nú Sigríður upp í Jóhannesarhúsi frá fjórða árs aldrinum hjá föður sínum og stjúpu og allt þar til hún, 19 ára gömul, ræður sig til vistar hjá Kristjáni Jónssyni bónda og lóðs í Sviðholti á Álftanesi. Árið eftir fluttu þau Jóhannes og Kristín búslóð sína suður að Stóra-Hólmi í Leiru, þangað sem styttra var á miðin, og þar stundaði Jóhannes áffam útgerð og fískverkun. í Leirunni bjuggu þau í velgengni árin tvö sem hann átti ólifuð, en þar andaðist hann, maður á besta aldri, eins og áður er sagt. Þegar svo var komið málum tók Kristín þá ákvörðun að flytja til Hafúarfjarðar með böm og búslóð og bjó þar síðan með sonum sínum til æviloka. Af Helgu, móður Sigríðar, er það að segja að hún flytur upp í Borgarfjörð laust fyrir 1860 og ræður sig bústým hjá Áma Jónssyni, ekkjumanni og rosknum bónda á Bekansstöðum í Skilamannahreppi. Helga giftist bóndanum og átti með honum eina dóttur árið 1863 sem skírð var Valgerður, en bamið andaðist skömmu eftir fæðingu. Dvöl Helgu í Borgarfirðinum leiddi til þess að Sigríður fer ffá Sviðholti árið 1862 og upp að Bekansstöðum og er þar um sinn skráð vinnukona. Nú er að segja ffá því að næsti bær við Bekansstaði er Hvítanes. Þar bjuggu hjónin Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jón Pétursson. Þau áttu Svein fyrir son og var hann jafnaldri Sigríðar, f. 24. júlí 1840. Hófust nú brátt kynni með Sveini og Sigríði og gengu þau í hjónaband 1863 og stofhuðu samtímis til búskapar að Hvítanesi. Árið eftir, 4. apríl 1864, eignuðust þau son sem skírður var alnafni móðurföður síns, Jóhannes Wilhelm Hansen. Með nafngiftinni má ætla að Sigríður hafi viljað undirstrika virðingu sína fyrir föður sínum sem þá var látinn. Árið 1865, hinn 19. apríl, fæðist þeim Sveini dóttir sem skírð var María, en henni var ekki ætlað langra lífdaga og andaðist sama ár. Næsta ár, hinn 1. júní 1866, fæðist þeim annað stúlkubam sem einnig var skírt María. Hún komst til fullorðinsára og varð húsmóðir á Álftanesi, eins og fram kemur hér síðar. Sveinn hafði eignast son fyrir hjónaband og var hann á framfæri þeirra Sigríðar meðan á búskapnum stóð í Hvítanesi, en hann kemur hér ekki við sögu. Þeim Sveini og Sigríði virðist í byrjun hafa vegnað vel við búskapinn. Á ámnum 1865 - 1866 er Helga móðir hennar og Ámi húsfólk hjá þeim í Hvítanesi. Varð þeim þó eigi auðið langra samvista, hvað sem því hefur valdið, því að í ljós kemur, þegar Sigríður fæðir sveinbam á prestsetrinu Görðum 10. júní 1867, að búskap þeirra í Hvítanesi haföi lokið á þeim sömu vordögum. Sveinn er þá farinn til Reykjavíkur og sagður þar Heima er bezt 351
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.