Heima er bezt - 01.08.2008, Page 65
Húsið að Stmndgötu 17.
að flytja brott af býlinu því að María Sveinsdóttir, alsystir
Jóhannesar, var þá orðin unnusta Erlends Bjömssonar, bróður
Guðlaugar, en hans hlutur var að verða erfðabóndi á jörðinni.
Þau Jóhannes og Guðlaug fluttu sig því að bænum Tröð og
héldu þar áfram búskap sínum.
Jóhannes og Guðlaug bjuggu í Tröð í 10 ár og verður ekki
annað séð en þau hafi komist vel af. Þar fæddust böm þeirra sem
vom, auk áðumefnds Bjöms, Sveinn, f. 14. 11. 1888, Kristín f.
17. 5. 1891 og Ólafur Davíð f. 5. 7.1894. Þau fluttu í brott frá
Álftanesi tyrir aldamótin 1900, líklega vestur á Snæfellsnes, því
að árið 1910 em þau samkvæmt manntali búsett á Kirkjufelli í
Eyrarsveit. Ætla má að Jóhannes hafi stundað bæði verslunarstörf
og sjósókn á norðanverðu Snæfellsnesi, eftil vill bæði í Ólafsvík
og á Gmndarfírði, því að titlaður er hann skipstjóri í ritinu
Klingenbergsætt, enda má það vera, og ekki ólíklegt, að
Jóhannes hafi fengið smjörþefinn af sjóvinnu og sjómennsku
hjá móðurbræðmm sínum í Hafnarfirði á ungdómsámm sínum
- en árið 1915 er hann kominn til Reykjavíkur og liggur til
gmndvallar þeirri vitneskju eftirfarandi Úausa úr ministerilalbók
Ólafsvíkurklerks:
„/Ólafsvik, þann 20. okt. 1915fæðirSigríðurGuðmundsdóttir
barn sitt og skírir Steimmni og tilnefhirfoður að bami sínu
Jóhannes W. H. Sveinsson, kaupmann í Reykjavik. “
Ljósm.: Guðjón Baldvinsson.
Víða leynast holdsins ffeistingar, en Jóhannes gekkst fúslega
við faðemi sínu og tók Steinunni dóttur sína til uppeldis hjá sér
í Reykjavík árið 1918 og er Steinunn þá þriggja ára.
í íbúaskrá Reykjavíkur lfá 1922 sést að Jóhannes W.H.
Sveinsson kaupmaður býr að Freyjugötu 6 ásamt konu sinni
Guðlaugu Björgu Bjömsdóttur. Hjá þeim er Kristín, dóttir þeirra,
31 árs, svo og BjömBjörgvinsson, f. 12.10 1916, líklegasonur
Kristínar, og Steinunn, dóttir Jóhannesar, sjö ára. Jóhannes
andaðist 10. nóv. 1942 í Reykjavík. Lýkur hér að segja frá
Jóhannesi Wilhelm Hansen Sveinssyni kaupmanni og fjölskyldu
hans.
María Sveinsdóttir, f. 1. 6. 1866, ólst upp í Gufúnesi hjá
Sveini Jónssyni föður sínum og seinni konu hans, Sigríði
Bjamadóttur. Ætla má að hún hafi fengið góð uppvaxtar-
og æskuár, enda auður í búi á mælikvarða tímans. Systkinin
María og Jóhannes höfðu samband sín í milli og hún fylgdist
með bróður sínum og athöfnum hans. Hún heimsótti hann að
Breiðabólstað, 19 ára uppkomin stúlka, þegar hann er nýgenginn
í hjónabandið. Upphófúst þá kynni hennar af mági bróður síns,
Erlendi Bjömssyni, erfðabónda að Breiðabólsstað; gerðist hún
bústýra hans 1887 og giftist honum árið eftir. Fmmburður
þeirra Erlends og Maríu var stúlka sem fæddist árið 1889.
Hún hlaut nafnið Oddný, nafn ömmu sinnar í föðurætt og
varð landskunn á sinni tíð sem Oddný Sen. Er ævisaga hennar
Heima er bezt 353