Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 72

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 72
Hertogahjónin af Windsor láta fara vel um sig á frönsku sveitasetri sínu, Moulin de la Tuilerie. Myndin var tekin 1967. sínum, Charles Bedaux,1 fyrirþessum leynilegu gögnum. Frá honum rötuðu skýrslur konungs- bróðurins rakleitt til Berlínar. Þessi vitneskja greiddi Þjóðverjum leið til leiftursóknar inn í Frakkland og er talin hafa stuðlað að því að breski herinn hrökklaðist frá meginlandi Evrópu um Dunkirk. Breska leyniþjónustan komst brátt að sambandi Játvarðar og Bedaux, og eftir þaó voru „undirhershöfðingjanum“ ekki falin fleiri trúnaðarstörf. Allan Qórða áratuginn hafði Játvarður, fyrst sem prins af Wales, síðar sem konungur og loks hertogi af Windsor, unnið leynt og ljóst að því að styrkja tengsl Breta og Þjóðverja. Flann fann til samkenndar með þýska aðlinum, sem hann var kominn af, auk þess sem hann leit á fasista á Ítalíu og nasista í Þýskalandi sem brjóstvöm gegn ásókn kommúnismans úr austri. Sem fyrr segir vom margir valdamenn í Bretlandi sömu skoðunar framan af, en það breyttist með yfirgangi Hitlers í Evrópu, þegar hann lagði undir Þýskaland Austum'ki, tékknesku Súdetahéruðin og loks alla Tékkóslóvakíu. Eftir að Frakkar gáfust upp fyrir Þjóöverjum fluttust Windsorhjónin í maí 1940 suður á frönsku Rivieruna, hlutlaust svæði undir stjórn frá Vichy, en forðuðu sér síðan í júní til Spánar og settust að í Madrid. Þar stóðu hjónin aðeins við um viku og fluttust síðan til Lissabon. Eins og í höfuðborgum Þótt konungsfjölskyldan hefði roj'tð öll tengsl fleiri hlutlausra ríkja höfðu við hertogahjónin, heimsóttu Elísabet leyniþjónustur stríðsþjóðanna drottning, Filippus hertogi og Karl sonur þar mikil umsvif, og ýmsir þeirra Játvarð á banabeði. Þau standa hér sendimenn Þriðja ríkisins sóttu ásamt hertogynjunni af Windsor útifyrir fyrrverandi Bretakonung heim heimili Windsorhjónanna í París hinn 18. maí og reyndu að fá hann til að beita 1972. Játvarður lést tíu dögum síðar. sér fyrir friðarsamningum milli ríkja þeirra, svo Hitler gæti snúið sér að Sovétríkjunum. Þjóðverjar virðast ekki hafa áttaö sig á því að stjóm Churchills hafði rofið öll tengsl við Játvarð og hann var með öllu valda- og áhrifalaus. Hitler hugðist - eltir að hann hefði knúið Breta til friðarsamninga - svipta Georg sjötta völdum og skipa Játvarð að nýju konung Bretaveldis. Þegar Bretum barst njósn af þessum áformum Foringjans, I Charles E. Bedaux var bandariskur auðmaður af frönskum ættum. Hann var óprúttinn ævintýramaður og njósnaði i Bandarikjunum fyrir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld. Hann átti sveitasetur skammt frá París og þau Wallis og Játvarður héldu brúðkaup sitt þar í boði hans, í scinna stríði mun Bcdaux hafa sclt báðum aðilum upplýsingar. Bandariska herlögreglan handtók hann i Afriku og scndi til Bandarikjanna. þar scm rctta átti yfir honum fyrir landráð. Áður en til þess kom stytti Bcdaux sér aldur i fangclsi 1944. fannst þeim tryggast að losna við fýrrverandi konung sinn frá Evrópu. Hann var skipaður landstjóri breskrar nýlendu á Bahamaeyjum á Karíbahafi. Þangað voru hjónin flutt hálfnauðug á bresku herskipi í ágúst 1940. Hann undi að sögn illa þessari útlegð en hlaut hrós fyrir vinnu að bættum kjömm fátækra íbúa eyjanna, og það þótt þeir væru flestir „litaðir undirmálsmenn“. Arió 1941 sóttu hjónin Florida heim, enda stutt að fara frá Bahama. Þá fól Roosevelt forseti alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að hafa sérstakar gætur á þegni þeirra og eiginmanni hennar. Eftir stríðið lluttust þau Wallis og Játvarður aftur til Frakklands og bjuggu þar til æviloka. Játvarður lést af lungnakrabbameini af völdum reykinga 1972, 78 ára, en Wallis andaðist á 92. aldursári 1986, farin að heilsu og að mestu úr tengslum við umheiminn. Að henni látinni voru skartgripir hennar seldir á uppboði og andvirðið, rúmlega 55 milljón bandaríkjadalir, afhent Pasteurstofnuninni til rannsókna og meðferðar á alnæmi. Eftirmáli og útúrdúr Georg sjötti og fjölskylda hans áunnu sér óskipta aðdáun og hollustu þjóðar sinnar í síöari heimsstyrjöld. Tengdasonur konungs, Filippus prins, sem gekk að eiga Elísabetu síðar drottningu árið 1947 og hlaut þá nafnbótina hertogi af Edinborg, hefur stundum þótt tala ósæmilega um kynþáttamál, ekki síst í opinberum heimsóknum erlendis. Hertoginn, sem fæddist 1921 á grísku eynni Korfú, var sonur Andrésar prins af Grikklandi og Danmörku. Þegar Filippus er á öðru aldursári steyptu Grikkir Georgi fyrsta konungi, afa hans, af stóli og fjölskyldan fór í útlegð. Filippus sótti menntun meðal annars í þýskan framhaldsskóla sem rekinn var af SS og Hitlersæskunni og þykir síðan bera dám af uppeldinu þar. Sem dæmi um miður hugnanlegar skoðanir hertogans er oft vitnað í formála hans að riti um dýr 1988, þar sem hann skrifar að ef hann ætti eftir aö endurfæðast kysi hann að verða banvæn veira sem héldi óþörfum mannfjölda í skefjum. í opinberri heimsókn til Papúa Nýju-Gíneu sagði hann við enskan stúdent: ,Jæja, þeir eru þá ekki enn búnir að éta þig!“ Kunna svona ummæli að vera skýring á því hversu heiftarlega enskur almenningur brást við bernskubrekum Harrys prins, sonarsonar þeirra Elísabetar, þegar hann klæddist búningi hennanns úr Afríkuher Rommcls á grímuballi. 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.