Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 74

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 74
Sittu hátt við hörpuslátt, hljóðin átt þú, vaktu - sólskin dátt og sunnanátt, seint til hátta gakktu. Þegar Stephan sigldi meðfram strönd Skotlands, fann hann mun á fjöllum Skotlands og íslands. Fjöllin í Skotlandi eru skógi klædd til efstu brúna. Vísa Stephans skýrir þetta glögglega. Vísan er ort 1873: Sól á strendur Skota skín, skógar um byggð sig hringa - þó er fórnað fríðri sýn: fjöllum Islendinga. Um atkvæðaveiðar og kosningakjaftæði orti Stephan minnilega: Hann lofaði fögru, sem enginn gat efnt, þá atkvæði var hann að sníkja, en slympinn er þjóðviljinn, slysið er hent, hann slapp ekki á þing til að svíkja, En láðu ei forlög, sem fella hvern mann, hann fékkst við sinn andstæðing rama, sem bœði var lagnari og lygnari en hann og lofaði alveg því sama. Skemmtilega er orðuð vísan um heimsókn í fyrrverandi sveit í Dakota. Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum. Föðurland Stefáns gaf honum og landnemum, er vestur fóru, góðar erfðir: Móðir vor átti, ör í lund, eign fyrir börn sín varla, en hún gaf þér í heimanmund hörpuna sína alla. Stephan fann á sér veður, eins og títt var um bændur fyrr á tíð: Leggur um geð frá logni og sœ, Ijóð og gleðibragi. Strengir kveða í mér œ undir veðurlagi. Við leiði systursonar síns, Stephans Kristinssonar, og Gests, sonar síns: Veri þið sælir dag eftir dag, duftinu háðir. Fallnir í gröfina í fóstbræðralag, frœndurnir báðir. Undir ævilokin orti Stephan meðal annars þetta: Ahyggjur ég af því hef að það svona gengur, að ég get ekki borgað bréf bœrilega lengur. Höndin er lin að hagleik og þreki. „Kallast ei kyn, þó keraldið leki“. Að mér sverfur ellilúinn og allur sollur. Eg er orðinn fótafúinn feyskjukollur. Ungmennafélögin buðu Stephan heim til íslands árið 1917. Þá orti hann nokkuð og birti í riti, sem nefnist „Heimleiðis“. Við heimför til Kanada orti Stephan þetta erindi, sem er hið síðasta í þessum þætti frá hans hendi. „Við vegaskipti“ nefnir hann þetta erindi: Þó við skiljum þetta ár, þar er við að kœtast: I framtíð allar okkar þrár einhvern tíma rætast. Ég hefi valið nokkur erindi eftir Klettafjallaskáldið Gjörið þið svo vel. Dægurljóð Lesendur góðir, ég ætla að hafa dægurljóðaþáttinn dálítið öðruvísi en oft áður. Ég ætla að helga hann æskusveit minni, sem er Laxárdalur í Austur-Húnavatnssýslu. Dalur þessi er að mestu auður af mannfólki nú orðið. Aðeins á einum bæ, fremst í dalnum, í Gautsdal, býr maður einn, við aldur, og heitir Jón Haraldsson. Hann er kunnur öllum landslýð úr sjónvarpi og blöðum. Nú er sem sagt mannlíf að mestu horfið úr þessum ágæta dal, en sagan er ekki undir lok liðin, sem betur fer. Þama gerðist mikil saga á liðnum öldum. En breyttir þjóðfélagshættir ollu því, að fólkið flutti til þorpa og kaupstaða. Þegar ég man fyrst eftir mér á Dalnum, var næstum hvert kot byggt. Bílar sáust ekki, en hestakerrur vom komnar í notkun. Annars var mikið flutt á klökkum enn, er ég man fyrst eftir mér, á fjórða áratug liðinnar aldar. 362 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.