Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 78

Heima er bezt - 01.08.2008, Qupperneq 78
að vera í 15 ár samfellt á togara og hann hefði á þessu tíma aðeins veið tvö jól í landi, en mörg jól hafði hann verið á ytri höfninni í Reykjavík. Þeir hefðu verið látnir fara út á ytrihöfn á aðfangadag þó að það væri kolvitlaust veður, svo að ekki væri mögulegt að heija veiðar, en látnir liggja þarna til þess að þeir gætu hafið veiðar ef að veður gengi niður eða skánaði. I annað skipti sem þessi sjómaður hafði verið í landi um jól, hafði það verið sökum þess að eitthvað hafði bilað í vél skipsins, sem ekki hafði tekist að fá lagfært fyrir hátíðina, en í hitt skiptið hafði skipsjórinn verið nýlega giftur og stillt svo til að koma nægilega seint inn fyrir jólin svo ekki yrði unnt að koma skipinu á veiðar fyrir hátíðiardagana. Karlamir töluðu mikið um kokkinn. Sögðu að hann væri alveg úrvals kokkur, einhver sá besti í öllum flotanum. Svo var það eitt sinn að kokkurinn kemur upp til mín og sest á gólfið með fötu, hálffulla af einhverju gulleitu innihaldi, sem hann tekur að hræra í, með mestu rólegheitum. Smám saman tók innihaldið að skipta um lit og varð að hvítri froðu og að lokum líkast hvítri kartöflustöppu. Hann var að útbúa bræðing fyrir áhöfnina. Þannig var að útgerðin neitaði með öllu að leggja til íslenskt smjör í matinn, menn gætu bara borðað smjörlíki. En menn voru nú ekki hrifnir af því að nota magarín á brauð. Alla vega fannst mér afar ólystugt aö borða hafragraut með dósamjólk útá og brauðsneið með smjörlíki með. En ég þurfti þess alls ekki. Kokkurinn var alltaf með súrt slátur og þennan bræðing, og mér fannst alveg hægt að innbyrða hafragrautinn með súru slátri þó að aðeins væri um dósamjólk að ræða út á. Og bræðingurinn var fínn. Ég held þaö hafi aðeins verið tveir af áhöfninni, sem notuðu smjörlíkið, allir hinir völdu bræðinginn. Kokkurinn fór að tala um það hvað við skyldum gera þegar við kæmum í höfn. Þá ætlaði hann að sýna mér allt það merkilegasta sem vert væri að skoða. Við myndum taka okkur far með sporvagni til Blackpool, sem væri gífurlega flott túristaborg og ekki langt frá Fleetwood . Þar ætlaði hann fyrst að sýna mér þann stórkostlega skemmtistað Tower, og síðan fengjum við okkur kerru með hestum fyrir og sætum í hásæti eins og greifar með sígar og rós í barminum og ækjum um og skoðuðum „pleisið“. Þegar kvöldaði fannst mér alveg ævintýri að horfa á himinhvolfið. Sjá þennan íjölda af stjömum, sem ég hafði aldrei áður augum litið, og Pólstjömuna, sem mér hafði alltaf sýnst nálega beint yfír höfði manns, vera komna í áberandi norðurátt. Eitt kvöldið í ijómalogni og stjömubirtu var komið að því að ég þyrfti að flytja „lögmanninn“. Fannst mér nú upplagt að sleppa því að fara á fyrplássið og náði mér í dagblað sem ég breiddi kyrfilega á bátadekkið milli lífbátanna og settist á hækjur mínar þar á. Kemur þá ekki múkki og sest beint fyrir ffaman mig. Var greinilegt að hann hafði mikinn áhuga á því sem þama færi fram og kom hann hvað eftir annað svo nálægt mér að við lá að ég þyrfti að ýta honum frá mér með höndunum. En þetta var nú enginn háski og mér tókst að ljúka athöfninni og pakka saman dagblaðinu og henda því með innihaldinu í hafið. Og þar með hafði fuglinn sig þá einnig í burtu. Einn daginn bað skipstjórinn mig um að líta á dýptarmælinn, hann væri hættur að virka. Það var nú ekki nema sjálfsagt og ég var ekkert að auglýsa það að kunnáttan í því efni væri ekki á marga fiska. Það var til AVO-mælir um borð og ég hóf strax að mæla eitthvað og rekja leiðslur í tækinu og fann að sjálfsögðu enga galla. Þegar ég hafði verið að þessu lengi dags án árangurs, sagði maður sem var við stýrið við mig: „Heyrðu, þú ættir kannski að athuga þennan kassa þama (sem hann benti á, á einum veggnum), hann Gísli var vanur að sparka í þennan kassa þegar dýptarmælirinn bilaði“. Ég þók þessari bendingu með þökkum og komst að raun um að í þessum kassa voru viðnám, sem straumur var leiddur í gegnum til að hlaða geymirinn sem gaf straum inn á lampana í dýptarmælinum. Eftir að festingamar fyrir viðnámin höfðu eitthvað verið lagaðar og sett hafði verið á hleðslu dálítinn tíma var dýptarmælirinn prófaður og þá reyndist allt í lagi. Við fórum nú að nálgast Skotland og það var komin þoka. Þá er flautað. Skipstjórinn vill fá miðun á Barra Head. Ég fer í listann og finn tíðni og kallmerki og byrja að miða. Vitinn er 2 eða 3 gráður í stjór. Eftir dálítinn tíma er aftur beðið um miðun. Nú er hann einar 5 eða 6 gráður í stjór. Hvað er nú þetta. Ætli kallinn hafi haldið að ég, svona alger græningi, væri að miða einhveja vitleysu. Sennilega. Enn er beðið um miðun og nú er vitinn orðinn 9 gráður í stjór. Jæja, skyldi kallinn fremur ætla að keyra í land en að taka mark á miðuninni? En nú var ég orðinn dálítið spenntur og fylgdist vel með, og nú var stefnunni breytt og vitinn kominn í bak eins og til stóð. Þegar vitinn var kominn 90 grátur í bak flautaði ég á brúna og lét vita að nú værum við þvert af vitanum. „Við vitum það“, var svarið. Og nú þurfti að fara að hafa skeyta- viðskipti við fyrirtækið sem átti að fá fiskinn. „Ætli það sé ekki rétt að láta líta á dýptarmælinn", sagði skipstjórinn við mig og fannst mér það sjálfsagt. Ég tók við skeytunum, sem senda átti og hóf að kanna möguleika á að ná sambandi við strandastöðvar. En mikið var ég hissa á að heyra alla „traffíkina“ sem þama var í loftinu. Fjöldi skipa voru þama samtímis að keppast við að reyna að ná sambandi við ýmsar stöðvar. Menn kölluðu þama hver ofan í annan. Þeir sem náðu sambandi skiptu síðan yfír á vinnutíðnir til að ljúka þar viðskiptum sínum. Ég hafði nú aðeins heyrt talað um Wick-radíó sem viðskiptastöð í svona siglingum, en sú stöð er austan á Skotlandi en við vorum vestan við, svo að Wick heyrðist bara afar dauft en það var önnur stöð Port Patrick radió sem var mjög sterk að heyra, svo að ég reyndi bara að ná sambandi við hana, sem gekk vel. Þegar við nálguðumst Fleetwood höfðum við misst af síðdegisflóði og biðum því þar til síðla nætur að vera teknir inni í „dokk“. Ég hafði nýlokið við morgungrautinn með súra slátrinu og dósamjólkinni, þegar viðgerðarmaðurinn birtist. Hann var eldri maður og það vakti undrun mína að hann hafði enga verkfæratösku meðferðis, og engan mæli. Einhverjar tengur og skrúijárn hafði hann í vösunum. Þegar hann var 366 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.