Heimili og skóli - 01.03.1975, Blaðsíða 44
a) AS gera mögulegt að sinna óskum og
þörfum hvers einstaks nemanda með
tilliti til námshraða, vals á námsgrein-
um o. fl. Aukning á valfrelsi í bekkja-
kerfinu var að sigla í strand vegna
stundatöfluerfiðleika.
b) Að þroska nemendur í sjálfstæði og
ábyrgð.
c) Að gera skólann að vinnustað.
d) Að gefa svigrúm fyrir nýja kennslu-
hætti.
e) Að gefa skólanum svigrúm til að laga
sig jafnóðum að breytilegum aðstæðum
og viðhorfum í þjóðfélaginu.
Áfanganefnd telur liði a og b hafa gefið
góða raun. Ef til vill er þó þáttur valfrjálsra
greina (vals) of lítill í beildarnámi hvers
nemanda. Liðir c og d virðast ekki hafa
borið skjótan árangur, en það stendur vænt-
anlega til bóta með auknum tengslum, sbr.
tillögur hér á eftir. Um lið e er það að
segja, að skólinn hefur þegar hafið kennslu
í allmörgum nýjum greinum, og að öðru
leyti er Ijóst af uppbyggingu áfangakerfis-
ins, að það hentar þessu markmiði vel.
Vonir stóðu til, að afköst yrðu meiri í
áfangakerfinu en í bekkjakerfi án tilsvar-
andi aukningar á reksturskostnaði. Hvern-
ig til hefur tekist í þessu efni, þyrfti að
kanna með fræðilegum hætti. Af atriðum,
sem þar koma til álita, má nefna meðalein-
ingafjölda sem nemandi lýkur á önn, kunn-
áttu nemenda og þroska, fjölda nemenda
sem hverfa frá námi óloknu. Lausleg athug-
un bendir til þess, að meðaleiningafjöldi á
önn sé nokkru hærri en var í bekkjakerfi.
TENGSL
1) Tengsl skólastjórnar og kennara
við nemendur.
í áfangakerfi reynir meira á sjálfstæði
nemenda en í bekkjakerfi. Hver nemandi
verður að skipuleggja nám sitt í skólanum,
ákveða svið og valgreinar, í hvaða röð hann
nemur áfanga og með hvaða hraða hann
stundar námið. Nemendur eru mjög mis-
jafnlega undir þetta búnir, þegar þeir hefja
nám í skólanum. Því er mikilvægt, að skól-
inn (m. a. umsjónarkennarar) leiðbeini
nemendum í þessum efnum, einkum fyrstu
annirnar, bæði hverjum fyrir sig og í hóp-
um. Á fyrstu önninni, sem áfangakerfið
starfaði, var 5. stund á miðvikudögum m. a.
ætluð til að sinna þessu verkefni að ein-
hverju leyti, en þá fór engin kennsla fram.
Þessi tími var þó ekki nýttur, og féll þetta
nýmæli því niður eftir fyrstu önnina. —
Áfanganefnd telur miður, að svo skyldi
fara.
Upplýsingastarfsemi um svið og valfrjáls-
ar námsgreinar hefur verið í algjöru lág-
marki. Áfanganefnd leggur til, að úr þessu
verði bætt, og bendir sérstaklega á nauðsyn
þess að kynna nýnemum á áhrifaríkan hátt
möguleika þeirra á að velja rússnesku eða
spænsku sem 3. mál, en ekki aðeins frönsku
eða þýsku, og það notagildi, sem kunnátta
í þessum tungumálum hefur.
Áfanganefnd leggur til, að verksvið um-
sjónarkennara í áfangakerfi verði aukið
verulega frá því, sem verið hefur, en það
hefur takmarkast mjög við leiðbeiningar á
valdegi. Umsjónarkennarar ættu að fylgj-
ast með, hvernig nemendum vegnar og
leiðbeina þeim um námið bæði með föst-
um einkaviðtölum við hvern nemanda, t. d.
tvisvar á önn, og með umsjónartímum eftir
38 - HEIMILI OG SKÖLI