Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 62

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 62
NÝR SKYGGIMUFLOKKUR: VESTIJR SKAFTAFELLSSVSLA Fræðslumyndasafnið hefur nú gefið út nýjan flokk af litskyggn- um um sýslur landsins. Fjallar hann um Vestur-Skaftafellssýslu, 32 myndir með skýringum. Ritstjóri er Stefán Júlíusson bókafulltrúi. Með þessum flokki er farið inn á nýjar brautir í umbúðum og frágangi, sem eiga að gera skyggnurnar handhægari og þægi- legri í notkun. í stað kassa eru myndirnar nú í plastsíðum og lausblaðabók, og textinn felldur inn í bókina á sama hátt. — Þessar myndir þurfa allir skólar að eignast. Flokkur um Dalasýslu kemur út síðar á árinu. Fræðslumyndasafn ríkisins Borgartúni 7, Reykjavík. FRÁ RÍKISIJTGÁFL IMÁIVISBÓKA ALDAHVÖRF, eftir Þórleif Bjarnason. Bókin fjallar um elleftu öldina í sögu íslendinga og veitir mik- inn fróðleik og gott yfirlit um þá gjörbyltingu sem átt hefur sér stað á flestum sviðum þjóðlífsins þessa síðustu öld þjóðarsög- unnar. Aldahvörf er 228 bls. að stærð með um 250 myndum og 25 töflum er sýna þróun hinna ýmsu þátta þjóðlífsins. Verð kr. 1224 heft, kr. 1674 innb. HIN FORNU TÚN, eftir Pál Líndal. Þessi bók gefur alhliða mynd af höfuðborginni að fornu og nýju. Rakin er saga borgarinnar frá upphafi og sagt frá íbúum hennar. Hin fornu tún er 251 bls. með um 160 myndum frá gömlum og nýjum tíma, m. a. 8 litprentaðar síður. Verð kr. 1488 heft, kr. 1938 innb.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.