Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 8
8 LÆKNANEMINN kom til landsins frá Englandi veturinn 1944, — það hefur verið eftir áramótin, og ég get ekki stillt mig um að segja dálítið nánar frá því. Því miður er ég búinn að gleyma hinum nánari tildrögum þess, að það tókst að ná í þessi glös af pencillini á Hvítabandið, en vafalaust hefur verið um að ræða einhvern fárveikan sjúkling. Ég man það hins vegar að þetta penicillin kom með herflugvél til landsins og var sótt með mikilli viðhöfn út á flugvöll. Þetta voru, ef ég bezt man, 3 kassar með 6 ml. hettuglösum í hverjum kassa, en hvert glas var hálffyllt af gulgrænu dálítið fitukenndu dufti. Það var fyrir nokkru búið að standardisera eininguna fyrir penicillin, þegar þetta var, og ég man, að það stóð á þessum glösum, að hvert glas innihéldi 25,000 einingar, og skyldi leysast upp í 20 ml af sterilu saltvatni. Ég man það líka að það var með herkjum að tókst að leysa upp þetta duft í 20 ml. Það tókst þó. Upplausnin varð tær, en sterkt gulgræn og næstum því fos- foriserandi að sjá. Ekki man ég, hvort sjúklingnum varð meint af þessu. Mér er nær að halda, að honum eða henni hafi batnað, en óneit- anlega er gaman að rifja þetta upp núna á dögum óteljandi háleysan- legra gervipenicillina og annarra þaðan af virkari fúkalyfja. Ég hefi nú gerzt æði langorður, og þreytandi persónulegur í þessu spjalli, en með þessum slitrum hefi ég viljað leggja áherzlu á það, hversu óhugna- lega stórt bilið er á milli mín sem læknanema fyrir rúmum 2 áratug- um og ykkar í dag, bara hér í Reykjavík, þar sem þó enn talsvert vantar á, að aðstaða og aðbúnaður ykkar til námsins, og þeirra, sem eiga að kenna ykkur til starfs síns, séu fullvel viðunandi, mælt með kröfum nútímans og skynsamlegu mati. Jæja, ég ætla nú að reyna að snúa mér lítið eitt nær nútíð og framtíð. Það er af einhverjum ástæðum nokkur ljómi yfir læknis- starfinu í augum fjöldans, vafalaust einnig í augum sumra lækna, og þá ekki hvað sízt meðan þeir eru ungir og að námi. — Ég held þó, að slík rómantísk nálgun sé mun sjaldgæfari nú á dögum en fyrri, en engu að síður er það eðlilegt, að læknisstarfið verki heillandi á margt ungmennið á sama hátt og læknisfræðileg afrek og framfarir eru ávallt heillandi fréttir til aflestrar og umræðna öllum almenningi. Þó er það grunur minn, að sá tími sé liðinn, því miður, er menn lögðu út í læknis- nám og starf til að fullnægja ,,köllun“. Við höfum lifað svo öra tækni- þróun, hræðilegar styrjaldir, og lifum í stöðugri óvissu um líðandi stund í skugga vígbúnaðarkapphlaups, eyðingu náttúruauðæfa, offjölgunar, hungurs og stórvægilegra truflana í ekologisku jafnvægi hnattar okk- ar, að hinu litlu, þröngu og stundum egocentrisku sjónarmið, sem oft munu vera þung á metum, er mönnum finnst þeir vera að fylgja ákveðinni köllun í lífsstarfi, verða furðu léttvæg. — Ég held, að þetta sé að vissu leyti gott, því að sjóndeildar- hringur okkar hefur stækkað að sama skapi. Við sjáum smæð okkar og getuleysi, hvers um sig, en jafnframt sjáum við einnig sennilega betur en allar kynslóðir á undan okkur hin órofa tengsl, sem eru á milli allra félagslegra fyrirtækja, hagfræði, viðskipta, náttúruvísinda, samgöngutækni, iðnaðar. Já, við sjáum greinilega tengsl þessara þátta við styrjaldir og vígbúnað. Allt þetta gerir það að verkum, að afstaða okkar til starfsins og umhverfisins er önnur nú en allra kynslóða á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.