Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 9

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 9
LÆKNANBMINN 9 undan okkur. Sjóndeildarhringur okkar er orðinn kosmiskur. Við vit- um raunverulega allt of mikið um stærð vandans, sem við stöndum andspænis, til þess að geta setið á fílabeinsturni og sinnt „köllun“ okk- ar. — Hvað er það þá, sem gerir læknisfræðistörf heillandi? — Að mínum dómi er það fyrst og fremst það, að læknirinn kemst í námi sínu og starfi í nánari kynni við hinar margvísu hliðar náttúruvísinda og þjóðfélagsfyrirbæra en flestar aðrar stéttir. Undir þá afstöðu og þær ákvarðanir, sem hann verður að taka, renna hinar ólíkustu og margþættustu stoðir þekkingarmola úr öllum greinum núttúruvísinda og félagsfræði. Læknirinn verður þannig ávallt að vera árvakur og hafa víðan sjóndeildarhring: hann verður að vera forvitinn, en jafnframt kritiskur. — Gríska orðið diagnosis þýðir bókstaflega samansöfnun brota, og er það ekki einmitt þetta, sem er heillandi, þessi analytiski process, að safna saman ógrynni þekkingarbrota og byggja úr þeim þá mosaik, sem gerir lækninum kleift að taka afstöðu og ákvarðanir? í framsöguerindi, sem ég samdi fyrir heilbrigðismálaráðstefnuna í nóvember síðastliðnum, var ætlun mín að bregða örlitlu ljósi á þróun næstu áratuga; þá tækni og þjóðfélagsþróun, sem er á næsta leiti. Þar valdi ég nokkur dæmi af handahófi og vil ég leyfa mér að tilfæra þau — Ég hafði í inngangi horft nokkuð um öxl, og síðan drepið á ýmsan vanda alheimsþjóðfélagsins, og held síðan áfram: „Takist nú kjarnorkustórveldunum að dansa hinn vandasama línu- dans vígbúnaðarkapphlaups innan og utan gufuhvolfsins án þess að gjöreyðingu mannkynsins hljótist af, verða á næstu tuttugu árum rót- tækar breytingar, sem hafa áhrif á lífsskilyrði og þar með lífsviðhorf hvers einasta borgara heimsins, og þessi dæmi eru aðeins fá: „Meðalævi karla verður um 80 ár, meðalævi kvenna verður um 90 ár. Við höfum þegar blóð-, beina- og augnbanka; við getum þegar með góðu móti skipt um nýru milli manna, og hjarta og lifrar „bankar" eru þegar á næsta leiti. Samgöngutækni fleygir fram daglega; eftir 20 ár verður hægt að ferðast milli hvaða staða sem er á hnettinum á minna en 5 klst. Fullkomnun á þyrlum og svifnökkvum gjörbreytir öllum viðhorfum í skemmri flutningum. Flestir þjóðvegir verða útbúnir fyrir ratsjár- stjórnun ökutækja, en jafnframt verður ökutækjamergð svo mikil, að bifreiðar verða ekki leyfðar í stórborgum og þéttbýli. Fjarskiptatækni verður komin á það stig, að tal- og sjónvarps- samband verður mögulegt milli allra einstaklinga um gjörvallan hnött- inn. Sjálfvirkni og tækniþróun mun enn aukast, og 90% allra íbúa hinna svonefndu þróuðu landa munu búa í borgarsvæðum. Félagsleg, sál- fræðileg og heilbrigðisleg vandamál þeirrar fjölbýlisþróunar eru aug- ljós: Þannig munu t.d. tómstundir aukast, þeim til góðs, er kunna að nota þær, en verða þjóðfélagsvandamál vegna hinna. Orkuframleiðsla mun halda áfram hröðum skrefum. Nú þegar er raforka frá kjarnorkuverkum orðin meir en samkeppnisfær í verði við vatnsorkurafmagn. Matvælaframleiðslan verður iðnvædd. Kjötverksmiðjur eru þegar víða til, og fiskirækt mun stóraukast. Tölvutækni fleygir daglega áfram, og eftir tuttugu ár verða flest

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.