Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.08.1968, Blaðsíða 10
10 LÆKNANEMINN verkefni, smá og stór, á heimilum, skrifstofum, í opinberum rekstri og iðnaði, leyst með hjálp talva.“ Ég hefi kosið að nefna hér nokkur augljós dæmi af handahófi til þess að varpa eilitlu ljósi á þjóðfélag framtíðarinnar, ekki eftir eina öld, heldur á næstu tuttugu árum. — Ég hefi vissulega ekki gleymt því, að meiri hluti mannkynsins býr ekki í dag við þau skilyrði, að allt þetta nái til allra manna, en engu að síður skulum við minnast þess, að þessi þróun mun skapa líf og lífsviðhorf allra hnattbúa beint og óbeint.“ — Og ég tilfæri áfram úr þessu ávarpi: „Eyþjóðum hlýtur alltaf að vera nokkur hætta á menningarlegri og tæknilegri einangrun frá þeim áhrifum og straumum, sem fara um hin þéttbýlli nábýlli lönd. Ég er hræddur um, að því sé einnig svo varið hér, hvað sem líður öllum þeim gífurlegu verklegu framförum og framkvæmdum sem hafa orðið á síðustu áratugum.“ — Enn segir svo: „Skipulag og ástand í skóla og fræðslumálum eru mjög til umræðu. Þar ríkir alvarlegt ástand og skólar okkar og fræðslukerfi eru hvergi þess umkomin að búa þegnana undir að tileinka sér það, sem ég vildi kalla hina nýju þekkingu. — Hlutfalls- lega eru sennilega jafnmargir hér læsir og skrifandi og annarsstaðar, þar sem bezt gegnir, en skólatækni og fræðslumálarannsóknir eru ekki viðbúnar þróuninni og hinni nýju þekkingu.“ —og loks úr niðurlagsorðum: Vandinn, sem við okkur blasir (um stjórnun og skipulag í heilbrigðismálum), er aðeins brot af þeim vanda- málum, sem þekkingarþróunin knýr okkur til að viðurkenna og glíma við, ef við eigum að lifa af, ekki eingöngu okkur í þessu litla þjóð- félagi, heldur næstu kynslóðir, sem eiga að byggja þetta land í nábýli og fastari tengslum við aðra hnattbúa en við í dag gerum okkur fylli- lega ljóst“. Eðli læknisstarfsins er þannig, að ávallt hafa verið gerðar meiri og sérstakari siðfræðilegar kröfur til læknisins en til flestra annarra starfs- stétta. Af þessum sökum hefur læknastéttin frá aldaöðli haft sínar eigin siðareglur, codex ethicus, sem eiga grundvallarstoðir sínar í hinum svonefnda Hippokratesar eiði. — Enda þótt mannleg samskipti breytist e.t.v. ekki svo mjög í eðli sínu, að grundvallaratriði þeirra siðareglna haggist, hafa þróun læknavísinda, þjóðfélags- oð tæknibreytingar síð- ustu áratugina verið með þeim hætti, að hin nýja þekking skapar lækn- inum alvarlegan siðfræðilegan vanda í afstöðu- og ákvörðunartöku sinni. Ykkur er öllum vel kunnugt um það, að um allan heim ber nú mjög hátt umræður t.d. um hvenær telja beri, að einstaklingur sé dauður, ennfremur hverjar siðfræðilegar kröfur eigi að gera til læknisins við ákvarðanatökur um framlengingu lífs, og um það, hvenær eigi að telja, að hætta skuli að beita tækilegum meðulum til viðhalds lífsins. Þessum spurningum er ósvarað, en þær leita æ ákafar á, eftir því sem tækni og þekkingu fleygir fram. Á umliðnum áratug hafa orðið ævintýralegar framfarir í líffæra- flutningi milli manna, Læknar hafa framkvæmt líffæraflutninga, sem voru álitnir óhugsandi fyrir örfáum árum. Með framkomu lyfja gegn immunorejectio homotransplantata hefur tekizt að fá þessi líffæri til þess að starfa með góðum árangri. Nýrnaflutningur er þannig orðin viðurkennd lækningaaðferð í völdum tilfellum, það hillir undir það, að á sama hátt kunni að fara með flutning annarra líffæra svo sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.