Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 24
LÆKNANEMINN
SI,
minnka skammta hægt, t. d. um 1
mg Prednisolon á nokkurra vikna
fresti og gefa sjúklingum anal-
getisk lyf og anabólíska steróíða,
sem minnka steroiða þörfina.
Þrátt fyrir þetta tekst ekki að
venja alla af steróíðum. Því verð-
um við enn að gefa þá mörgum
sjúklingum, og mörgum batnar
ekki á annan hátt. Þá er um að
gera að nota sem minnsta
skammta til þess að komast hjá
aukaverkunum. Prednisolon er
mest notað, og er bezt að gefa 1
mg töflur oft á dag. Efri mörk
viðhaldsskammta eru IV^ mg á dag
fyrir fullorðna nema 5 mg
fyrir konur yfir fimmtugt,
en hjá þeim er úrkölkunarhætta
mikil. Ef notuð eru önnur steróíða-
lyf verður að hafa í huga, að 5
mg prednisolon samsvara 4 mg
triamcinolon (Kenacort, Leder-
cort), 0.75 mg dexamethason
(Decadron) og 0.5 mg betametason
(Celeston). Öruggara er að gefa
antacida með steróíðum.
Steróíðar voru mikið notaðir á
6. áratug þessarar aldar, og við
höfum því séð marga alvarlega
fylgikvilla.
Árin 1957—1963 voru 77 sjúkl-
ingar vistaðir á lyflæknisdeild
Landspítalans með A.R. Af þeim
höfðu 42 fengið steróíða.
Fylgikvillar:
Ulcus ventriculi 9
(Mælena) (3)
(Perforation) (2)
Úrkölkun 8
(Beinbrot) (4)
Infektionir 3
Nýrnahettubilun 1
Þetta er 21 sjúklingur eða
helmingur þeirra, sem fengið
höfðu steroida.
Hér er um svo alvarlega fylgi-
kvilla að ræða, að við höfum að
vonum orðið íhaldsamir á þessa
meðferð í seinni tíð. Þó er hún
enn notuð, eins og athugun okkar
á síðasta ári gefur til kynna.
Af 30 A. R. sjúklingum á lyf-
læknisdeild Landspítalans 1967
höfðu 14 fengið steróíðameðferð.
4 sjúklingar voru hættir við
komu eða hættu steróíðameðferð á
spítalanum.
5 héldu áfram meðferð ýmissa
hluta vegna.
Hafin var meðferð á 2 sjúkling-
um: Annar með hæmolytiska
anæmiu (Feltys syndrome) og
ekki treyst í aðgerð (splenectomi).
Hinn var með sclerosis dissemin-
ata og A. R.
3 fengu stutta meðferð vegna
gulldermatitis.
Steróíðainns'pýtingar í liði: Þótt
kerfisbundin steróíðameðferð þyki
nú varhugaverð, eru flestir sam-
mála um ágæti staðbundinnar
meðferðar. Hydrocortisoninnspýt-
ingar í liði voru fljótlega hafnar,
eftir að cortisonið hafði sannað
ágæti sitt sem bólgueyðandi lyf.
Á árunum 1953—1954 rann-
sakaði ég 103 sjúklinga, sem með-
höndlaðir höfðu verið á lyflæknis-
deild Amtsjúkrahússins í Álaborg
með hydrocortisoninnspýtingum í
liði. 53 voru með A. R. Notað var
hydrocortisonacetat 25—50 mg í
stóru liðina og 12y2—25 mg í þá
litlu. Við liðstunguna var farið
eftir leiðbeiningum í orthopediu
Calots: Stungið á fingurliðum
dorsolateralt. Úlnliðir: Ástunga
gerð á handarbaki % cm fyrir of-
an línu, sem dregin var á milli pro-
cessus styloideus radii og ulnae.
Olnbogaliðir: Ástunga lateralt við
endann á olecranon eða beint inn
í humero-radial lið. Axlarliðir:
Stungið 1 cm lateralt og rétt neð-
an við processus coracoideus eða
rétt undir acromion. Mjaðmarlið-
ir: Stungið framan frá 2 cm later-