Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 27

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 27
LÆKNANEMINN 27 TakmörJcuð eða engin gagn- ástæða. Amyloidosis. A. R. á háu stigi í ungu fólki mjög bækluðu. Löng steróíðameðferð eða hypercortisonismus. Aktífur A. R. er ekki nein kontraindikation fyrir aðgerðir: bein og sár gróa eðlilega. „Allt orkar tvímælis, þá gjört er.“ Menn eru ekki á einu máli um synovectomiurnar. Margir rheu- matologar vilja bíða átekta, en þeir skurðlæknar, sem mesta reynslu hafa, eru hvetjandi. Lokaorð:... I upphafi þessarar greinar minntist ég á, að rheumat- ologia væri ný vísindagrein innan vébanda lyflæknisfræði. Skilgrein- ing á þessari nýju grein er þó enn óljós og mismunandi í ýmsum löndum. í þeim löndum, þar sem gigtarlækningar eru lengst komn- ar, svo sem Bandaríkjunum, Bret- landi, Finnlandi og Svíþjóð, er rheumatologia viðurkennd sér- grein og menntun lækna og þjálf- un miðuð við það. Þar eru gigtar- sjúkdómar með bólgu (inflamma- toriskir) aðalviðfangsefni rheu- matologa og ber þar hæst, A. R. Þessir læknar eru fyrst og fremst menntaðir og þjálfaðir sem lyf- læknar að viðbættri sérþjálfun í rheumatologiu, æfingameðferð og endurhæfingu. Bandaríkjamenn hafa lagt til, að meiri áherzla verði lögð á þjálfun rheumatologa í bæklunarfræði og skurðlækningum á höndum (Healey 1967). Moberg í Gautaborg vill veita öllum rheu- matologum þjálfun í handaskurð- lækningum svo þeir geti sjálfir gert synovectomiur. Það er lík- legt, að hin hefðbundna skipt- ing lyflækna og skurðlækna verði úrelt á næstunni. Sérfræð- ingur framtíðarinnar á að geta sameinað lyflæknis- og skurð- læknisaðferðir til að lækna sjúk- dóma í sama líffærakerfi. Þetta á þó langt í land. Núverandi kröfur til menntunar rheumatologa í Bandaríkjunum eru 2ja ára nám í almennri lyf- læknisfræði og tveggja ára nám í rheumatologiu eingöngu með þjálfun í æfingameðferð og endurhæfingu. Á Norðurlöndum hefur verið unnið að samræmingu þessara mála. 1965 boðaði Veikko Laine til fundar í Heinola um þróun gigtar- sjúkdómafræði. Þar var lagt til, að rheumatologar hefðu undirstöðu- menntun í lyflæknisfræði, 2ja ára störf á rheumatologiskri deild og þjálfun í æfingameðferð. Talið var æskilegt, að þeir fengju einnig þjálfun í bæklunarfræðum og handaskurðlækningum. Loks var lagt til, að náminu lyki með prófi. Um skipulag sjálfra gigtar- lækninganna lagði Heinola fund- urinn til, að rheumatologiskar deildir væru í nánum tengslum við stærri sjúkrahús, og háskóla- sjúkrahús yrðu að hafa rheumato- logiska deild. Sjúkrarúmaþörfin fyrir ,,inflammatoriska“ gigtar- sjúkdóma er áætluð 200 rúm á 1 milljón íbúa, sem samsvara nú 40 rúmum hérlendis. Deildarstærð er álitin heppileg 30 rúm. Eftirmeð- ferð verður að sjálfsögðu að vera í tengslum við deildina. Tveir rheumatologar þyrftu að sjá um þessa lækningastarfsemi með að- stoð orkulæknis, bæklunar- eða skurðlæknis og fleiri sérfræðinga (,,team-work“) að ógleymdu sér- lærðu aðstoðarfólki, hjúkrunar- konum, sjúkraþiálfurum, félags- ráðgjöfum o. fl. Hér á Islandi höfum við enga rheumatologiska deild af þessari gerð. Eins og í Danmörku höfum

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.