Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 28

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 28
28 LÆKNANEMINN við lyflæknar orðið að sinna þessu að vissum hluta á móti orkulækn- um (fysiurg). Rheumatologia eins og hún er tilgreind í Heinola-álykt- uninni hefur enn ekki komizt inn í íslenzka sérfræðireglugerð, en vonandi verður það nú við endur- skoðun hennar. Af sömu ástæðum er heldur ekki fyrirhuguð nein rheumatologisk deild á Land- spítalanum, en endurhæfingar- deild mun taka til starfa á næst- unni. Við verðum því um sinn að bjarga okkur með tví- eða þrískipt- ingu gigtarlækninga, sem ekki er heldur frágangssök, ef samvinna er góð. Meðferð A. R. á aktífu stigi verður fyrst að fara fram á lyf- lækningadeild, og síðan verða orku- læknar að taka við endurhæfing- unni. Skurðlæknar, orthopædar og handakirurgar verða einnig að taka við sumum sjúklingum. Þessir læknar verða að mynda kjarna í samstarfshóp („team- work“) með öllum læknum, sem hafa eitthvað með gigtarsjúk- dóma að gera, svo sem meina- og meinefnafræðingi, sýkla- og ónæmisfræðingi, geislalækni, hæmatolog, urolog, cardiolog, lungnafysiolog, meltingarsérfræð- ingi og barnalækni. Af því sem ég hef kynnt mér og hef skrifað hér, má ráða, að við verðum að breyta meðferð á A. R. Við verðum að velja þá meðferð, sem reynsla sýnir, að ber beztan árangur. Bezt er meðferð Duthies (1967) fyrir alla sjúklinga undir sextugu með aktífan A. R. á fyrstu 5 árum sjúkdómsins. Meðferðin er þessi: 1) Sjúklingar liggja í rúminu í 4 vikur. 2) Öfóðraðar gipsspelkur eru lagðar við alla útlimi, svo að bólgnir liðir hreyfast alls ekki, nema axlir og mjaðmir. 3) ACTH innspýtingar 20 ein. á dag í 2 vikur og 10 ein. í aðrar 2. (Þetta mun samsvara okkar nýja einingakerfi 60 og 30 ein.) 4) Járn í æð, samtals 3 gr. 5) Klórókín, langtímameðferð. 6) Aspirin 5—6 g á dag. 7) C vítamín 400 mg á dag. 8) Eftir 3 vikur eru léttar æfing- ar hafnar. 9) Eftir 4 vikur er hafin endur- hæfing, sem tekur oftast 4—5 vikur. Til viðbótar finnst mér augljóst, að gefa eigi gullmeðferð öllum sjúklingum með háan rheumatoid títir, því að það er eina lyfið, sem getur lækkað hann að ráði (Klein- felter, 1968). Síðan mundi endurhæfingadeild taka við sjúklingi eftir 4 vikur og lyflæknar sjá um eftirmeðferð í samvinnu við orkulækna og vísa þeim sjúklingum til skurðlæknis- aðgerða, sem ekki fengju fullnægj- andi bata innan rýmilegs tíma. Samvinnan má aldrei bregðast. HEIMILDIR: 1. Alexander, W. R. M. and Duthie, J. J. R.: The Anæmia of rheumatoid arthritis: Arch. Interamerican Rheumatology, 5:415, '962. 2. Barthologmew, L.: Isolation and charac- terization of mycoplasma (PPLO) from patients with rheumatoid arthritis, sys- temic lupus erythematosus and Reiter’s syndrome: Arthr. and Rheum., 8: 376, 1965. 3. Berntsen, C. A. and Freyberg, R. H. Rheumatoid Patients after Five or More Years of Corticosteroid Treatment: A Comparative Analysis of 183 Cases: Annals Int. Med., 54: 938. 1961. 4. Boardman, P. L. and Dudley Hart, F.: Clinical Measurement of the Anti-in- flammatory Effects of Salicylates in Rheumatoid Arthritis: Brit. Med. J., 4: 284, 1967. 5. Buchanan, W. W. o.fl.: Antibody to thyreoglobulin in patients with collagen diseases: Scot. Med. J., 6: 449, 1961. 6. Calkins, E., Coheri, A. S., Short, S. L.: Long-Term Chloroquine Therapy in Rheu- matoid Arthritis: Med. Clin. N. Am., 45:

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.