Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 31

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 31
LÆKNANEMINN 81 Einar Helgason, læknir: HÁSTAM EISTA Andrologia á vaxandi gengi að fagna síðustu áratugina og það svo, að í fjölbýlislöndum eru hormónasérfræðingar, sem helga sig þessari grein eingöngu. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, því að hún hefur lengi verið afskipt. Þetta afskiptaleysi hefur meðal annars leitt til þess, að hlutur kvenna í ófrjósemi hefur verið álitinn meiri en raun ber vitni, en hann er af mörgum ekki álitinn vera í raun og veru hærri en helm- ingur. Orsakir ófrjósemi karla eru margar, en ein þeirra er hástaða eista, sem ekki er tekin til með- ferðar í tíma, og verður nú að nokkru vikið að þeim kvilla. Með hástöðu eista er átt við, að eista eða eistu séu ekki í pung. Til eru ýmis afbrigði á þessari þroskatruflun. Ekki eru menn á eitt sáttir um nafngiftir á þessum afbrigðum fremur en endranær, og fer það eftir löndum og jafnvel skoðanir skiptar innan landa. Ekki nenni ég að rekja þennan ágrein- ing hér, né tími að eyða rúmi blaðsins í það, enda get ég ekki séð, að hann hafi mikla hernaðar- þýðingu fyrir klíníska vinnu, þó að öðru máli gegni um horfur (prognosis). Mér fellur bezt og finnst rökvísast frá klínísku sjón- armiði að skipta hástöðu eista í þrennt, þ. e. rententio testis, ectopia' testis og pseduokryptor- chismus. Með retentio testis er átt við, að eistað eða eistun stöðv- ist á ferð sinni eftir eðlilegri þroskaleið í fósturlífi. Er þá oft greint á milli kviðarholseista, liggi þau í kviðarholi, og náraeista, sem liggja í canalis inguinalis, en af- brigði þeirra eru skriðeistu, þegar hægt er að ýta þeim niður í pung, en skreppa strax upp aftur um leið og átakinu linnir. Ectopia testis nefnum við það, þegar eista eða eistu liggja utan við eðlilega þroskaleið fósturlífsins. Orsakir þess eru afbrigði á gubernaculum testis og strengjum þeim, sem binda það niður og til hliðar. Get- ur þá ýmist verið um perineal, crural, transscrotal eða super- fascial legu að ræða. Við pseudo- cryptorchismus er ekki um eigin- lega hástöðu að ræða. Eistað eða eistun hafa gengið niður, en á stundum dragast þau vegna cre- master-reflex upp að canalis ingu- inalis. Orsakir geta verið erting af völdum kulda, þreifing við rann- sókn eða geðbrigða. Mikilvægt er því, að rannsókn fari fram með gætni, og til eru þeir, sem leggja drengina í heitt bað til að vera vissir í sinni sök, en þá ganga þessi eistu eðlilega niður. Nefna mætti þetta afbrigði flökkueistu. Rétt er að nefna anorchia testis.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.