Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 32

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 32
LÆKNANEMINN 32 Vart verður þar úr skorið nema með aðgerð og erfiðlega þó. Reynt hefur verið svonefnt choriongona- dotropin-próf, en það er umdeilt, í þessu skyni. Tíöni. Sundurleitar eru niður- stöður um rannsóknir á tíðni. Hjá fyrirburðum eru flestar tölur milli 1,1—8,5%, en komast í 33%. Hjá fullburða börnum eru þær 1—4%, en eftir eitt ár eru 60— 80% hástæðra eista gengin niður. Hjá fullþroska karlmönnum er há- staða enn 0,2-0,8%. Hlutfall á milli einhliða og tvíhliða hástöðu er hjá flestum 3:1 til 5:1. Margir telja engan mun vera, og sé hann einkum í greinum handlækna, sem fá oft sjúklinga til meðferðar, þar sem lyfjameðferð hefur brugðizt, og því eru hópar þeirra samsettir á annan hátt. Hlutfall á milli retentio og ectopia er tal- ið 9:1. Orsakir: Orsakir hástöðu eista eru engan veginn fullljósar. Þrjár eru þó taldar höfuðástæður: 1. ) Vefrænar hindranir, til dæmis áðurnefndar breytingar á gubernaculum testis og strengjum þess, breytingar á legu eða vídd canalis inguinalis, þar á meðal hringlaga þrengsli aditus ad scrotum eða opinn processus vaginalis peritonei, of stuttur funiculus spermaticus eða of stutt arteria spermatica. Standi svo há- staðan lengi myndast samgrón- ingar, sem stuðla að óbreyttu ástandi. Þessar orsakir er eink- um að finna hjá einhliða hástöðu, en það er þó ekki einhlítt. 2. ) Áhrif hormóna. Eistun ganga niður í punginn á tveimur síðustu mánuðum fósturlífsins fyrir áhrif choriongonadotropina og ef til vill að einhverju leyti fyrir áhrif androgen hormóna, sem myndast í eistum fóstursins. Þegar á 8. til 12. viku meðgöngutímans er hámarks- magni af gonadotropinum í blóði móðurinnar náð. Hvort skortur á gonadotropinum eða ófullnægjandi áhrif þeirra á fóstrið er orsök há- stöðu af völdum hormónatruflana, verður ekki dæmt í hvert sinn. Hástaðan í þessum tilfellum er sennilega alltaf báðum megin, og það eru þessir sjúklingar, sem hafa mest og oftast fullt gagn af hormónameðferð einni saman. Um áhrif gonadotropina á þroska og ferli eista í fósturlífi leikur enginn vafi, en við höfum hinsveg- ar ekki góðar og gildar skýringar á því, þegar eistu ganga niður án meðferðar á fyrstu 10 árunum, þegar svo til engin framleiðsla er á heiladinguls-gonadotropinum í líkamanum. Þetta kemur þó fyrir, þótt miklu algengara sé, að þau gangi niður á kynþroskaskeiðinu samfara vaxandi hormónafram- leiðslu. 3.) Vefrænar skemmdir á eist- um. Að undanförnu hefur athygli beinzt stöðugt meir að meðfædd- um göllum á eistum eða áunnum göllum á eistum í fósturlífi sem orsök hástöðu. Álitið er meðal annars, að slík eistu séu ekki næm fyrir áhrifum gonadotropina og gangi því ekki niður. Ekki er þó þetta einhlít skýring, þó að langt nái, því að við einhliða hástöðu hefur fundizt galli í því eista, sem niður gekk, og svo mikill, að vald- ið hefur ófrjósemi. Þetta er mikil- vægt, og verður nánar að því vikið. Oft eru þessir meðfæddu gallar eista (dysplasia, hypoplasia) samfara öðrum meðfæddum göll- um og því hástaða einn liður í ýmsum syndromata, til dæmis Greig-syndroma, Gregg-syndroma, Klippel-Trenauney-Weber- syndr- oma, Lowe-syndroma, Rothmund- syndroma, Scháfer-syndroma, Ul-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.