Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 34
LÆKNANEMINN
í vöðva tvisvar í viku í 6 vikur.
Þá er beðið í 4—6 vikur. Ef ekki
næst árangur strax, þá skal hafin
önnur slík meðferð. Náist nú enn
enginn árangur, er gerð skurðað-
gerð eftir aðrar 4—6 vikur frá
lyfjagjöf. Tölur um árangur af
hormónagjöf eru misjafnar og eru
háðar vali á sjúklingum. Aldrei
má búast við fullum árangri af
hormónagjöf, sé um vefræna
hindrun að ræða (sjá kaflann um
orsakir). Engu að síður kemur
hormónagjöf að nokkru gagni.
Eistað stækkar, og æðakerfi þess
dafnar, funiculus spermaticus og
vasa spermatica lengjast og can-
alis víkkar. Skurðaðgerðin verður
því auðveldari viðfangs, og betri
árangurs er að vænta. Enn er
nokkuð umdeilt, hvenær byrja
skuli hormónameðferð. Vefjarann-
sóknir sýna, að búast má við eyði-
leggjandi breytingum á eistum frá
6. aldursári, og því er rétt að byrja
á meðferð þá og ekki miklu síðar,
ef koma á í veg fyrir ófrjósemi, þar
sem það er hægt vegna meðfæddra
skemmda. Ekki er lengur almennt
álitið, að nefnt magn af hormónum
valdi skemmdum á eistunum, enda
verða þau við eðlilegan þroska í
fósturlífi fyrir áhrifum miklu
hærri skammta. Aukaverkanir
hormónagjafar eru sjaldgæfar og
bundnar við tíma lyf jagjafarinnar.
Helztar eru óróleiki, erectiones,
nokkur vöxtur pubishára og penis,
en ekki er um pubertas praecox að
ræða. Við hormónagjöf eykst út-
skilnaður 17-ketosteroida í þvagi
og veitir vissu fyrir eðlilegri inn-
kirtlastarfsemi eistanna. Skurðað-
gerðin á einungis að vera verkefni
hins æfða handlæknis.
Á miklu veltur, að farið sé að
öllu með gát og æðakerfi hlíft sem
bezt má vera, funiculus sperma-
ticus sé leystur svo vel úr viðjum,
að ekki verði veruleg spenna í hon-
um né æðum. Ella er hætta á rýrn-
un eistans og eyðileggingu þess, og
sé aðgerðin gerð báðum megin,
fylgir í kjölfar þess eunuchismus
eða eunuchoidismus. Sumir lækn-
ar kjósa því nú að gera frekar
funiculo- orchidolysis í stað orch-
idopexia og telja sig fá með því
betri árangur. Stundum er eistað
svo rýrt og lítilfjörlegt, að rétt
mun vera að fjarlægja það. Er
þá stundum um meðfæddar
skemmdir að ræða og aukin hætta
á illkynja vexti. Séu kynþroska-
einkenni ekki komin um 13 ára
aldur, er rétt að gera choriongon-
adotropinpróf. Sé ekki aukinn út-
skilnaður á 17-ketosteroidum við
endurtekin próf, er um androgen
skort að ræða og því nauðsyn á
nægilegri androgen gjöf til upp-
bótar. Tölur um árangur meðferð-
ar með tilliti til frjósemi eru á
reiki. Flestir greinarhöfundar, sem
um þetta vandamál fjalla, finna
ófrjósemi eða minnkaða frjósemi
hjá 30—60% sjúklinga, sem msð-
ferð fá. Alfa og omega meðferðar
hástöðu er því að byrja með með-
ferð nógu snemma til að koma í
veg fyrir ófrjósemi, sem því mið-
ur er hörmung of margra enn í
dag.