Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 57

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 57
LÆKNANEMINN 51 Hann þarf að hafa gott og stöðugt samband við kennara og stúdenta og verður tengiliður milli þeirra. Til að byrja með er hugsanlegt, að einhver kennaranna tæki þetta að sér sem aukastarf, en þegar frá líður, hlýtur þetta að vera fullt starf. Segja má, að það sé meginsjón- armið nefndarinnar, að hún sé ekki að semja fullkomna reglu- gerð, sem geti staðið óbreytt um árabil. Reynslan hefur sannarlega sýnt, að slíkt er ógjörningur. Ætlunin er að semja sveigjanlega og rúma reglugerð, en jafnframt verði komið á fót fastanefnd kenn- ara og stúdenta, sem fylgist með árangri kennslunnar og geri til- lögur til úrbóta í samráði við kennslustjóra. Nefnd þessi þarf að sjálfsögðu að fylgjast vel með því, sem gerist í kennslumálum við læknadeildir erlendis og taka til athuganir allar nýjungar. Fasta- nefnd þessi er mjög mikilvæg og nauðsynleg, til að við drögumst ekki aftur úr, eins og verið hefur. Almenn atriði. Ætlunin er að taka upp árganga- kennslu, og virðast allir sammála um, að það verði til mikilla bóta. Með þessu verður bætt úr einum af stóru göllunum í nú- verandi kennslukerfi, og þetta at- riði út af fyrir sig gerir kennsluna miklu virkari. Einnig er ætlunin að kenna allt háskólaárið, þ.e. frá 15. september til 15. júní. Próf verða á hverju vori og aðeins á vorin, eins og sést á töflunni. Mikið hefur verið um það rætt, á hvern hátt skuli takmarka f jölda stúdenta. Eðlilegast virðist, að deildin velji sjálf þá stúdenta, sem halda áfram námi, og geri það með prófum á fyrsta árinu. Einnig er hugsanlegt, að stúdentspróf verði notað og í því sambandi má benda á þá staðreynd, að undanfarin ár a.m.k. hafa nær því allir, sem lok- ið hafa embættisprófi, haft fyrstu einkunn á stúdentsprófi. Gallinn á þessum takmörkunum er sá, að hámarksfjöldinn ákvarðast af að- stöðu á rannsóknarstofum og sjúkrahúsum, en enginn veit, hversu marga nýja lækna þjóð- félagið þarf að fá árlega. Tillögurnar miða að því að minnka ófrjóan bóklestur, sem hefur verið allsráðandi í núver- andi kennslukerfi, en auka í stað- inn verklega kennslu. Bókalestur er að verða dálítið úreltur, og nú- tíma kennsluaðferðir miða að því, að nemendurnir noti sem flest skilningarvit við námið. í þessu sambandi er lagt tii, að gefnar verði einkunnir fyrir verklegt nám á rannsóknarstofum og sjúkra- deildum. Frjálsa valið, sem var í tillög- um bláu bókarinnar, var mjög skemmtileg hugmynd, en ekki tókst að fella það inn í núverandi tillögu, og er það því fellt niður. I stað þess er lagt til, að árlega verði örfáum efnilegum stúdent- um gefinn kostur á að fá ársfrí frá náminu. Þessir stúdentar gætu lagt stund á hvað sem er í þessu fríi. Þeir gætu unnið við sjúkra- hús eða rannsóknarstofnanir hér eða erlendis. Einnig mættu þeir leita út fyrir takmörk læknisfræð- innar, til annarra deilda Háskól- ans eða erlendra háskóla. Lagt er til, að fræðileg kennsla miði að því að veita stúdentum yfirsýn í allri greininni, en á þessu hefur stundum orðið mikill mis- brestur. Verkleg kennsla miðar aftur á móti oftast að því að kenna vísindaleg vinnubrögð, og eru þar valin þrengri verkefni í þeim til- gangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.