Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 63

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 63
LÆKNANEMINN 55 Halldór Steinsen, læknir: Þvagsýrugigt Þvagsýrugigt eða lifimannsgigt, eins og þessi sjúkdómur einnig hefur verið kallaður, er ekki neitt nýmóðins fyrirtaæri. Grískir og rómverskir sælkerar stundu undan honum, og á 5. öld f. Krist gaf Hippokrates nákvæma lýsingu á einkennum hans, jafnframt því sem hann greindi á milli cheiagra, gonagra og podagra allt eftir því, á hvaða liði sjúkdómurinn lagðist. Sex öldum síðar rannsakaði Gale- nius sjúkdóminn og lýsti samband- inu á milli tophi og liðaeinkenn- anna. Rómverjar ímynduðu sér, að sjúkdómurinn stafaði af eitri (noxa), sem drypi á liðina og framkallaði óbærilegar kvalir. Kölluðu hann því gutta eða dropa, og er enska heitið gout dregið af því. Lýsingar á þvagsýrugigt koma svo fram að nýju á 17. öld hjá Thomas Sydenham, en hann greindi þennan sjúkdóm frá öðr- um liðsjúkdómum, enda gekk með hann sjálfur. Það var þó fyrst u. þ. b. einni öld síðar (1776), að Svíinn Scheele greindi þvagsýru- krystalla í nýrnasteini, og rétt á eftir sýndu Wallaston (1797) og Pearson (1789) fram á, að tophi frá þvagsýrugigtarsjúklingum innihalda þvagsýrukrystalla. Með þeirri uppgötvun má segja, að grundvöllurinn að þekkingu manna á orsakasamhengi þvag- sýrugigtar hafi verið lagður. Greina má þvagsýrugigt í tvo höfuðflokka eftir því, hvort ann- ar þekktur sjúkdómur eða ástand hefur framkallað þvagsýruaukn- inguna, eða hvort aukningin hefur komið sem afleiðing tiltölulega einstakrar truflunar á þvagsýru- efnaskiptum. Skema 1 Hjá börnum er þvagsýrumagn í serum lægra en hjá fullorðum. Við kynþroska hækkar það, þó meira hjá körlum en konum, þar sem frjóar konur hafa aðeins hærri nýrnaclearance fyrir þvagsýru en karlar. Það fer nokkuð eftir rann- sóknaraðferðum, hve hátt normal- gildið er talið í serum. Sé notuð uricase klofning, hafa flestir karl- menn frá 6,9—7,5 mg% og kon- ur 5,7■—6,6 mg%. Við eldri kolorimetriska aðferð eru gildin lægri, efri mörk 6,3—4 fyrir karla og 5,8 mg% fyrir konur. Þótt þvagsýrumagn finnist aukið hjá einhverjum, er þó langt því frá, að þar sé hægt að segja, að viðkomandi hafi þvagsýrugigt, þótt auðvitað séu miklar líkur á, að hann geti fengið einkenni síð- ar. Aðeins % fólks með hyperuri- cemiu fær nokkurn tíma sjúkdóm- inn, og af þeim f jölda eru u. þ. b. 50%, sem síðar fá polyarthritisk- ar breytingar. Athuguð hefur ver- ið tíðni sjúkdómsins m. t. t. þvag- sýrumagns í serum. Hjá fólki með þvagsýru milli 6 og 6,9 mg% fannst arthritis hjá 1,8%. Væri þvagsýrukoncentration milli 7 og 7,9 mg%, var tíðnin 17%, og færi magnið yfir 8 mg%, reyndust 36%

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.