Læknaneminn - 01.08.1968, Page 65
LÆKNANEMINN
57
sé hjá sumum tengt ríkjandi auto-
somal geni, en hjá öðrum ríkjandi
kyntengdu geni, og hjá enn öðrum
erfist sjúkdómurinn eftir báðum
leiðum.
Orsakir.
Orsök hækkaðrar serum þvag-
sýru við primera arthritis urica
er tvíþætt, þ. e. aukin myndun
og minnkaður útskilnaður. Hvað
veldur hinni auknu myndun, er
ekki sannað. Helzt hallast menn
að galla á aminosýruefnaskiptum
vegna skorts eða starfsgalla glut-
aminasa I, sem gerir það að verk-
um, að glútamín brotnar ekki nið-
ur eftir venjulegum leiðum að öllu
leyti, og væri því beint inn á púrín
efnaskiptin í auknum mæli.
Orsök hins minnkaða þvagsýru-
útskilnaðar er heldur ekki ljós.
Það virðist helzt var um galla á
tubularexcretion að ræða. Enda
þótt nýrun svari hækkuðu þvag-
sýrutilstreymi með auknum út-
skilnaði á sama hátt og eðlileg
nýru, þurfa þau alltaf hærra ser-
ummagn en eðlileg nýru til þess
að útskilja sama þvagsýrumagn.
Við sumar tegundir arthritis
urica secundaria, þar sem ör um-
setning er á nucleinsýrum og lækk-
un á ribonucleoidum, orsakast auk-
in þvagsýrumyndun af aukinni
myndun guanylsýru og adenylsýru
fyrir áhrif amilotransferase, sem
stjórnað er af ribonucleotidmagni
því, sem fyrir hendi er. Þetta er
talið orsaka hyperuricemi við leu-
kemi, polycytemi og psoriasis. Við
sult stafar þvagsýruhækkunin
að nokkru frá auknu vefjaniður-
broti og að nokkru frá myndun
(j-hydroxysmjörsýru, sem dregur
úr þvagsýruexcretion í tubuli.
Mjólkursýra hefur sömu áhrif og
veldur því þvagsýruhækkun við
Van Gierkes sjúkdóm, stundum við
preecclampsiu og eftir fylleríis-
túra. Þvagsýruhækkunin við hina
ýmsu nýrnasjúkdóma skýrir sig
sjálf. Þar er ýmist um minnkaða
glomularfilteration, minnkaða ex-
cretion eða hvort tveggja að ræða.
Einkenni.
Allt að 6,4 mg% þvagsýru geta
haldizt uppleyst í líkamsvökva
við venjulegt sýrustig. Aukist
magnið fram yfir þetta, fer þvag-
sýran að falla út sem natríumurat,
því fyrr sem pH er lægra. Öll ein-
kenni arhtritis urica skýrast út
frá útfellingum í hin ýmsu líffæri,
og get ég þar farið fljótt yfir sögu,
því þau eru flestum kunn. Sjúkl-
ingurinn er oftast karlmaður á
fimmtugsaldri, sem vaknar
snemma morguns með verk í
grunnlið stóru táar, fæti eða hné.
Oft verður hann þó einskis var,
fyrr en hann stígur í fótinn, sem
er helaumur. Viðkomandi liður er
eldrauður, heitur og bólginn. Þessi
einkenni geta síðan aukizt á næsta
sólarhring og haldast í 3—4 daga,
en fara þá að réna. Þau geta þó
staðið í 11 daga eða lengur. Þau
hverfa svo af sjálfu sér, og sjúkl-
ingurinn gleymir þessu gjarnan,
þar til næsta kast kemur mörgum
mánuðum eða allt að 2 árum
seinna. Þá endurtekur sagan sig.
Oft er þetta sami liðurinn, sem
verður fyrir barðinu, eða annar
liður á ganglimum. Hiti er oftast
enginn í fyrst köstunum, en sést
oftar við seinni köst. Liðaeinkenn-
in halda svo áfram að koma með
aukinni tíðni, og í helming tilfella
koma kroniskar liðabreytingar í
marga liði, liðpokar þykkna, lið-
irnir aflagast og stirðna. Ekki
haga fyrstu einkennin sér þó alltaf
þannig. I u.þ.b. 5% sjúklinga,
helzt hjá ungu fólki og börnum,
líkjast byrjunareinkennin mest