Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 67

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 67
LÆKNANEMINN 59 in á liðabólgu. Hið fyrrnefnda er þó of lifrartoxist til að vera notað. Trimethylcolchicinsýra er aftur á móti gott lyf með færri aukaverk- unum en colchicin. Colchicinsam- böndin lækna bráð liðaeinkenni við þvagsýrugigt í 95% tilfella. Á seinni árum hefur colchicin eignazt hættulegan keppinaut, þar sem phenylbutazon er. Þetta lyf verkar bæði bólgueyðandi og örv- andi á nýrnaútskilnað þvagsýru og er að minnsta kosti jafn áhrifa- mikið til þess að eyða bráðri liða- bólgu. Kostirnir eru þeir, að það er aðeins fljótvirkara en colchicin. Einkennin hverfa oft á 6—8 klst. í stað 12 við colchicin. Sjúkling- arnir þola það oft betur en col- chicin, sé það gefið í stuttan tíma. Að sjálfsögðu verður þó að gæta sömu varkárni við notkun þessa lyfs við þvagsýrugigt, eins og við aðra sjúkdóma, og gera sér ljóst, að ekki má gefa phenylbutazon hverjum sem er. Sé það notað gegn þessum sjúkdómi, eru oft gefin 200 mg 3—4 sinnum fyrsta daginn og síðan 100 mg 3—4 sinnum daglega í 3 daga. Hafi kastið staðið lengi, áður en meðferð var hafin, getur verið nauðsynlegt að halda áfram með- ferð í 5—8 daga. ACTH og corticosteróíðar hafa að sjálfsögðu verið reynd við þvagsýrugigt eins og við aðra sjúkdóma. ACTH 20 ein. I.V. í dreypi eða 30—40 ein. þrisvar daglega í vöðva, verkar oftast fljótt og vel og má nota í þeim fáu tilfellum, sem önnur lyf svíkja. Gefa verður þó colchicin 0,5 mg fjórum sinnum daglega jafnframt til þess að forðast, að liðaeinkennin blossi upp, þegar ACTH gjöf er hætt. Corticost- eroidar hafa ekki reynzt vel, og verkun þeirra á arthritis urica er duttlungafull. Indometacin verkar vel, séu gefin 5—600 mg daglega, en marg- ir þola ekki þessa skammta vegna aukaverkana. Loks má geta þess, að griseof- ulvin hefur verið reynt við bráða þvagsýrugigt með góðum árangri. Aukaverkanir frá maga og þörm- um að gera þó klínískt notkunar- gildi þess lítið. Auk lyf jagjafar þarf að sjá um, að sjúklingur hafi algjöra hvíld og hinn veiki limur helzt immobili- seraður. Sjúklingurinn fær ríku- legan vökvaskammt og kolhydrat- ríkt, en fitu- og purin-fátækt fæði. Um fyrirbyggjandi meðferð eftir að kast er liðið hjá, má segja, að ákaflega nauðsynlegt sé að gera sjúklingnum vel grein fyrir því, að áframhaldandi vellíðan sé að miklu leyti undir honum sjálf- um komin. Hann þarf að læra að forðast fæðutegundir, sem inni- halda mikið purin og reyna að fá sem mest af eggjahvítuefnum úr mjólk og eggjum. Borða fremur kolhydratríkt og fitufátækt fæði og drekka mikið, þó ekki áfengi. Hann þarf að forðast kulda, vos- búð og ofþreytu. Hann þarf að taka fram, hvaða sjúkdóm hann gengur með í hvert skipti, sem hann leitar ókunnugs læknis. Ýmis lyf eins og lifrarextrökt, gull, thiamin, klóríð, súlfathiazol, dehydrocoholinsýra, insulin, salyr- gan, chlorthiazid og gynergen geta framkalað einkenni, og vert er að hafa í huga, að það sama skeður oft við uppskurði, og því rétt að meðhöndla sjúklingana til öryggis með colchicin áður. Ráðlegt er, að sjúklingurinn hafi alltaf colchicin við hendina til inntöku, finni hann kast í aðsigi. Hvort þessar aðgerðir eru nægi- legar eða hvort meðhöndla þarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.