Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 72
6J,
LÆKNANEMINN
sem frumuvegg vantar, og heldur
ekki til veira, þar sem það getur
lifað utan lifandi fruma, þ.e. í líf-
lausu umhverfi. Með sérstökum
litunaraðferðum má lita myc., og
kemur þá í ljós, að það er Gram-
neikvætt, óhreyfanlegt og myndar
ekki spora. Ýmsar ræktunar-
aðferðir eru notaðar, en margar
teg. myc. ræktast á æti með eggja-
hvítu (forefni), cholesteroli og
geri við pH 7.8-8, og flestar þurfa
súrefni, og eru fúkalyf notuð til
að halda bakteríuvexti niðri. Á
slíku æti geta gróðrarhópar orðið
allt að 14 mm í þvermál eftir 2—
12 daga, og útlitið líkist mjög
spældu eggi, þ.e. dökkt í miðju og
ljóst umhverfis. Myc. má rækta
í broði, sem þá verður gruggugt
að sjá, en gróðrarhópar (coloniur)
taka á sig ýmsar myndir, t.d.
hringi, stjörnur, þræði o.fl. Á
blóðæti valda margar tegundir
hemolysu t.d. myc. pn. Eftir eigin-
leikum sínum er myc. skipt í teg-
undir, sem flestar hafa mismun-
andi ræktunareiginleika, lífefna-
fræði (t.d. gerjanir), lífsþol, path-
ogenesis og mótefnaeiginleika.
L-forrn baktería:
Öreglulega löguð form af bakt-
eríum hafa verið þekkt frá upp-
hafi sýklafræðinnar. Margar kenn-
ingar voru um eðli þessa fyrirbær-
is, sumir álitu þetta vera hrörn-
aðar bakteríur eða óhreinkun af
frumdýrum (protozoum) (Kuhn,
3.927). Margir álitu þetta sérstakt
skeið í vexti baktería (Almquist,
1922 og Hardley, 1926). Einnig
fannst ýmislegt, sem veídur óreglu
í vexti baktería, svo sem há salt-
þéttni, lithium, lágt hitastig o.fl.
(Klienberger, 1930). Um 1935 voru
þekkt L-form (L er dregið af List-
er Institute) af strept moniliform-
is, fusiformis necrophorus, salm.
typhimurium og proteus vulgaris.
Menn tóku strax eftir miklum svip
með kólóníum L-forma og lífver-
unnar, sem veldur pleuropneumoia
bovis, og fljótlega kom fram sú
kenning, að L-form væru PPLO,
sem lifðu í samlífi með bakteríum.
Síðar tókst að sanna, að L-form
myndast úr bakteríum og öfugt
(Diens og Smith, 1942). Þetta hef-
ur margoft verið staðfest, og nú
eru allir sannfærðir um, að þetta
sé svo.
Sumar bakteríur (t.d. strept.
moniliformis) geta ummyndast
í L-form af sjálfu sér, aðrar er
hægt að fá til þess með ýmsum
ráðum, og nú á dögum er þar helzt
að nefna penicillin. Það sem helzt
einkennir L-form eru kólóníurnar,
sem þau mynda. Þessar kólóníur
eru dökkar í miðjunni og ljósar
og þráðóttar umhverfis, og þær
vaxa á 2-3 dögum í sömu stærð
og strept. kólóníur. Lífefnafræði
þessara L-forma er hin sama og
bakteríanna, sem þau eru komin
af, þó eru þau alltaf óhindruð af
penicillin og sulfa (L-formin hafa
engan frumuvegg). Ónæmiseigin-
leikar eru einnig þeir sömu, nema
þeir sem bundnir eru við frumu-
vegginn.
Samanburður á L-formum og
myco'plasma:
Það sem strax er sláandi líkt,
eru kólóníurnar, dökkar í miðju
og ljósar umhverfis. Meiri munur
er við ræktun í fljótandi æti, þar
sem L-formin mynda stóra
klumpa, en mycloplasma vex sem
örsmáar agnir. Bent hefur verið
á (Razin og Oliver, 1961) að kólón-
íurnar séu svona líkar, vegna þess
að í báðum tilfellum séu smáar
frumur, sem vantar frumuvegg og
þetta ásamt hárpípukrafti agars-
ins ráði útliti kólóníanna. Minnstu