Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.04.1969, Blaðsíða 5
OLAFUR MIXA, LÆKNIR: Um andóf stúdenta Veg-na þess að lögin eru eðli sínu samkvæmt til stuðnings hinu ó- breytta ástandi (status quo), breyta byltingarmenn raunsætt, er þeir leitast við að umbreyta því ástandi. íhaldsmenn gera það einnig með því að reyna að viðhalda því. En þeir breyta óskynsamlega, ef þeir af snöggri gagnbyltingarákefð leika tveim skjöldum með lögin. J. William Fulbright. Þótt æskufólk hafi ávallt verið óstýrilátt, þykir gegnum og grand- vörum borgurum nú orðið keyra um þverbak. Einkum vekja stúd- entar óhugnað með „óeirðum“ sín- um undanfarin ár. 1 fyrstu var lengi sök stefnt gegn líffræðilegu aldursskeiði stúdenta, óvenjulega krappri hormónaólgu, sem myndi brátt hjaðna, þegar þessir ungu kroppar væru komnir lengra inní vélasamstæðu athafnaþjóðfélags- ins, einsog svo oft áður. Þegar samt ekki varð lát á, barst tal manna eitthvað að kynslóðaskipt- um og ferskum vindum, unz blað- inu var snúið við, og blasti þá við uppreisn, ofbeldi, skemmdarfýsn og óábyrg eyðingaröfl í þjóðfélag- inu. Islenzkir blaðalesendur hafa yfirleitt fengið heldur óskýra mynd af andófi ungmenna um all- an heim gegn' þjóðfélögum sínum. T. d. eru stúdentar í Tékkóslóvakíu fólk, sem berst hetjubaráttu gegn og Rússlandi æðrulaust mennta- kúguninni. S.-Afrískir stúdentar eru einnig nokkuð viðfelldin ung- menni, er þeir mótmæla hálfgerðu þrælahaldi í landi sínu; jafnvel þeir spænsku fá ekki slæmt orð á sig fyrir að andmæla hereinræði á sínu landi, sem er þó hálfgerð bandalagsþjóð okkar um að standa vörð um frelsið. Hinsvegar eru t. d. bandarískir, þýzkir og franskir stúdentar af öðru sauðahúsi: van- þakklátur, fordekraður skríll, taugaveiklaðir óróaseggir og skít- ugir bítlar, sem raska spekt guðs- kristinna þjóðfélaga. Staðreyndin er auðvitað sú, að hinar víðtæku hræringar meðal ungs menntafólks um allan heim, frá Rio til Tokyo, Los Angeles til Varsjár eða frá Pakistan til Abbessiníu, eiga í mörgum þáttum uppruna að rekja til skyldrar þró- unar og gagnkvæmra áhrifa, þótt stefnan á hverjum stað taki á sig þá mynd, sem þarlendis aðstæður og baráttumál útheimta. Er sann- arlega rétt að reifa þessi mál hér, því að oft eru það starfsbræður okkar, sem eiga hlut að máli. Stúdentum er með atferli sínu rammasta alvara. Sú alvara er oftast sprottin uppaf vonbrigðum yfir hræsni þjóðfélaga, afskræm- ingu þeirra á dýrum hugsjónum, firringu í neyzluþjóðfélögum, eða helberri kúgun flokkræðis, oft ör- væntingarfull og einlæg. Fjöldi ungs fólks fórnar oft tryggri framtíð, stöðum og launamögu- leikum fyrir þessar hugmyndir, oft er því stungið í svarthol. Maður gerir varla svona af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.