Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 11

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 11
LÆKNANEMINN 11 svo áþreifanlega, við almenn fé- lagsleg vandamál. Með tíð og tíma fór þetta samhengi að seilast út- yfir landamæri. Nývakin pólitísk meðvitund meðal stúdenta breidd- ist út, ekki sízt er þeir ráku sig á neikvæð viðbrögð valdamanna kerfisins, þ. e. stjórnmálamann- anna. Með þessu var miklum áfanga náð í augum upphafs- mannanna, nefnilega ástandi svip- uðu því, sem á marxíska vísu heitir félagsleg stéttarvitund. Uppaf þessu hófst margvísleg pólitísk fræðsla meðal stúdenta. Skipu- lagðir vinnuhópar rannsökuðu einstaka málaflokka, sem reifaðir voru í „teach-ins“ eða „sit-ins“. Kom þá ýmislegt uppúr dúrnum, stúdentum varð ekki sízt æ betur ljóst, hve miklu væri búið að ljúga í nafni göfugra hugsjóna. Þeir styrktust enn í hugmyndum sínum um vestræna lýðræðið, er svar há- skólayfirvalda við kröfum þeirra var víðast hvar að hóta brott- rekstri öllum þeim, sem ekki hlýddu skólans skikk, koma á numerus clausus, takmörkuðum yfirkeyrðum námstíma, svo ekki ynnist tóm til að hugsa um annað en hið rétta fag, þyngri prófum, afnámi námsstyrkja, og loks var bannað að tala um stjórmnál á háskólalóðum. Það varð sem sagt ljóst, að stúdentum var einungis ætlað að bryðjast gegnum muln- ingsvélina og verða að því pró- dúkti, sem þjóðfélagið þarfnaðist hverju sinni. Stjórnmál væru svo sér á báti, aðrir sæju um þau eftir sérstökum hirðvenjum innan þókn- anlegs flokkskerfis, þar sem færu fram átökin um völd og frama með persónulegum hrossakaupum. Því hefur stúdentafélögum víðast ver- ið bannað að gefa út pólitískar yfirlýsingar. „Stúdentar geta svo sem haft sínar hugmyndir um að bæta þjóðfélagið, en til þess að byrja með verða þeir að kynnast því. Þess vegna eiga þeir í bili að

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.