Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 14

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 14
u LÆKNANEMINN neyta .... Borgarinn er ekki leng- ur gerandi (subjekt) heldur þol- andi (objekt). Án þess hann sé spurður eru utanaðkomandi aðilar búnir að ákveða laun hans eða prófið, sem hann á að standast. Hann er settur á teinana, en stjórnar ekki sjálfur stefnustillin- um“ (Jean-Paul Sartre í viðtali við vikuritið Der Spiegel). Neyzlu- mennið í vestrænu iðnaðarþjóð- félagi er að áliti stúdentanna ekki fært um að njóta verulegs frelsis eða komast til fulls þroska. Hann er rígbundinn við framleiðsluvél þjóðfélagsins í einhverri mynd, framleiðslu, þjónustu eða á öðrum þvingunarbásum vaxandi sérhæf- ingar. „Þetta er andófshreyfing gegn áþján, gegn allsráðandi áþján kerfisins, sem fyrir sakir yfirþyrmandi og eyðandi fram- leiðsluorku sinnar niðurlægir allt án afláts miskunnarlaust og breyt- ir í vöru og gerir kaup hennar og sölu að lífsviðurværi sínu og lífs- inntaki, gegn hinu hræsnifulla sið- gæði og ,,verðmætum“ þessa kerfis .. .“ (Herbert Marcuse: Um valdbeitingu í andófshreyfingunni, þýð. Sverrir Kristjánsson. Tíma- rit MM, 2/1968). Tölur og línurit um efnahagsvöxt eru í dag helzta gildismatið á framförum þjóð- félaga. Veltan verður að aukast og þarmeð neyzlan. Því eru borg- urunum með allri fjölmiðlunar- tækni og sálfræðibrögðum nú- tímans sífellt skapaðar nýjar neyzluþarfir, sem þeir eru ávallt að streitast við að fullnægja eins- og rjúpan við staurinn. Á sama tíma missa þeir yfirsýn um félags- lega stöðu sína í framleiðslukerf- inu eða á fagsviðinu í sífellt ein- angraðari sérhæfingu. Mennskt samlíf verður í þeirri einangrun snauðara og æ firrðara. I því tómarúmi skapast andlegt öryggis- leysi, sem gerir einstaklinginn enn útsettari fyrir ráðskun af hálfu kerfisins. Hann ruglar möguleik- anum á því að geta veitt sér lúxus saman við lýðræðislegt frelsi. Lúxusinn seður, en hann gerir borgarann ófrjálsan. Hegel sagði: frelsi er innsýn í nauðsynina. Sú setning hefur oft verið rangtúlkuð þann veg, að um „nauðsynina“ skuli ákveðið á efri stöðum kerfis- ins: ef þið sjáið ekki, hvað nauð- synlegt er, þá getið þið ekki notið frelsisins og verðið því lokuð inni. Þannig væri „frelsið falt með því að gera það af frjálsum vilja, sem maður gerir án þess þó að vilja það.... Við viljum skapa heim, þar sem öllum mönnum standa sí- fellt fleiri möguleikar til boða, svo að sérhver geti algjörlega breytt samkvæmt persónulegum þörfum án þess að verða aðþrengdur af tilskipunum, valdboðum eða „grundvallarstef num“ “ (Róbert Havemann, prófessor, brottrækur frá A.-Berlín). Viðskiptalíf og stjórnmál gera einstaklinginn að hreinum tölu- stöfum, sem unnt er að gera áætl- anir með til langs tíma. Stórfélög áætla framleiðslu sína 20 ár fram í tímann á grundvelli markaðshorfa og tækifæra til að stjórna mörkuðum og neyzlu. Stjórnmálamenn eiga svo að sjá um, að reikningarnir gangi upp, oftast með því að viðhalda stöðug- leika í viðskiptaheiminum, hrá- efnaöflun, stjórnmálum. Sjálfir eru þeir farnir að láta reikna út um hamingju þjóða langt fram í tímann, — eða óhamingju. Samt virðist þeirri tölvu, sem ráðlagði Vietnamstríðið hafa orðið ein- hvers staðar á í messunni. Kannski hefur hún ekki verið prógramm- eruð með búddatrú ? í augum stúdenta er „kerfið“

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.