Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 19

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 19
LÆKNANEMINN 19 þar aftur mótmælendaskari með spjöld sín, egg og ókvæðisorð fuku að keisara. Skyndilega gerði lög- reglan áhlaup. Augljóst var, að hún hafði undirbúið gildru, und- ankomuleiðir voru engar. Var nú látið til skarar skríða við að lú- berja andmælendaskarann. I húsa- sundi var stúdentinn Benno Ohnesorge skotinn til bana. Skot- maðurinn, lögregluþjónn, kvaðst hafa gert þetta í sjálfsvörn. Aldrei tókst að sanna það fyrir réttinum, og kvikmynd gaf ekki slíkt í skyn. Hann var samt sýknaður. Borgar- stjórinn og lögreglustjórinn lof- uðu mjög framgöngu lögreglunn- ar. Þeir sögðu þó báðir seinna af sér. Þegar fréttist nánar um ein- stök atriði þessara atburða, blöskraði loks mörgum aðferðir lögreglunnar og harka. Um gjör- vallt Þýzkaland hófust gífurleg mótmæli. Á útfarardegi Ohne- sorges er talið, að helmingur allra þarlendra stúdenta hafi tekið þátt í minningarathöfnum auk tugþús- unda annarra. „Ekki lýsi ég yfir samstöðu minni með markmiðum einstakra hópa, en nú er ljóst orð- ið, að í Berlín er ekki um einstök mistök að ræða, heldur um með- vitaða ógnarstefnu gegn þeim, sem hugsa öðruvísi, eru afgreiddir sem minnihluti og reynt er að bæla niður með ótilhlýðilegum þvingunaraðferðum. Atburðir joessir verða enn þyngri á metun- um vegna þess, að verið er að hylma yfir þá á æðstu stöðum" (Erwin K. Scheuch, prófessor í Köln, 7. júní 1967). Þessi atburður vakti nú um- hugsun margra, samúð með hug- myndum stúdenta óx, sömuleiðis harkan á báða bóga. Nokkrum mánuðum seinna var Rudi Dutschke, einum aðalforsprakka þýzku andófshreyfingarinnar, sýnt banatilræði af ofstækismanni. Stúdentar, sem löngu voru orðnir æfir útaf æsingaskrifum blaðanna, álitu þann atburð beina afleiðingu af þeirri blaðamennsku. Hófust nú í ýmsum borgum hatrammar óeirð- ir, sem víða var einkum beint gegn Springer. „Enteignet Spring- er“, stóð á spjöldum. Viðbrögð góðborgaranna: „Kommúnsta- skríll,“ „síðhærðir mannapar“, „farið heim til Rússlands“. Okk- ur er tónninn svosem ekki fram- andi. Víglínur höfðu skýrzt, átökin í þjóðfélaginu voru orðin að þeim veruleika, sem ekki var unnt að leiða hjá sér. Stúdentar höfðu sýnt, að þeim var alvara. Um svipað leyti spjallaði franskur ráðherra um æskuóróann og bar lof á franskan æskulýð. „París er griðastaður friðarins". Nokkrum vikum seinna ríkti þar byltingar- ástand. Um ofbeldi. Nú kann að þykja, að hér að of- an sé gefin einhliða mynd af stúd- entaóeirðum. Er hún þó einsog ég veita hana sannasta. Er nauðsyn- legt að draga þessar hliðar fram í dagsljósið eftir fréttamiðlun ís- lenzkra borgarablaða, sem einkum beindist að því að vekja tortryggni og andúð á þessum ólátum í stúd- entunum. Vitaskuld eru meðal stúdenta slagsmálahundar og æv- intýramenn, og enn fleiri slíkir bætast í hópinn, ef eitthvað er „um að vera“. Sjálfur upplifði ég 1961 ólæti í Miinchen, sem hófust eftir að lögreglan hafði ráðizt með seinna viðurkenndu offorsi að gítarleikurum, sem höfðu klipið hljóðfæri sín á götu í skemmti- og listamannahverfinu og kvart- að hafði verið undan. Fyrsta kvöldið hófst rimma milli lög-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.