Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 20

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 20
20 LÆKNANEMINN reglu og fólksins. Næsta kvöld var stofnað til mótmæla og „stand- in“ í hverfinu af menntamönmun. Slæddi lögreglan þá hverfið með kylfuliði og hestasveitum, réðist inní skemmtistaði og eirði engum. Þriðja kvöldið voru komnir bar- áttuglaðir unglingar úr borg og nærsveitum, og sáu þeir þá um ólætin. Vissulega spara stúdentar ekki kveðjurnar í aðgerðum sínum, og er enda ekki til þess stofnað. En um skipulagðar ofbeldisaðgerðir var ekki að ræða fyrren á síðustu stigum þróunarinnar sem beina af- leiðingu af viðbrögðummótaðilans, og var þá yfirlýst beint gegn hlut- um, ekki persónum. Hinsvegar fór það t. d. ekki hátt hér, er Ohnesorge var skotinn. Dagbl. Vís- ir notaði fljótt þá þekktu aðferð að gangta strax út frá vissri, gef- inni forsendu og gekk svo á torg til þess að spyrja vegfarendur, hvort þeim fyndist rétt af stúd- entum að beita slíku ofbeldi. Andóf gegn rikjandi skipulagi á um tvo kosti að velja. 1 fyrsta lagi getur það hlýtt þeim reglum, sem hið gagnrýnda vald beitir fyrir sig sjálfu sér til varnar. Tak- mark kerfisins hlýtur að vera, að andófið nái ekki tilgangi sínum. Til þess getur það auk annars notað „lög og rétt“. Þetta er hið „holdtekna, opinbera vald“ (Marcuse). Mótmælagöngur geta samkvæmt því truflað ró borgar- anna eða umferð, einhver kann að troða fæti á eignarlóð o. s. frv., allt eftir málstaðnum, — og eru þetta þá í öllum tilfellum brot á lögum hins opinbera valds. Andóf, sem hygðist halda sér innan þess- ara marka, væri tunguskorinn ræðumaður, vængstýfður fugl, „helgiathöfn...Ríkjandi skipu- lag er búið löglegri einokun á vald- inu, og það er ekki aðeins raun- verulegur réttur þess heldur skylda að beita þessu valdi sér til varnar. Andspænis þessu stendur viðurkenning og framkvæmd æðri réttar og skyldan til að veita viðnám, sem hreyfiafl í sögulegri þróun frelsisins — „civil disobedi- ence“ —, sem frelsandi vald. Ef ekki væri þessi andspyrnuréttur, ef ekki væri teflt fram æðri rétti gegn ríkjandi rétti, stæðum vér á þrepi frumstæðustu hálfsiðunar. Ég hygg því, að hugtak valdsins feli í sér tvö sundurleit form: hið holdtekna vald ríkjandi skipulags og vald andspyrnunnar, sem hlýt- ur óumflýjanlega að verða ólög- mætt andspænis ríkjandi rétti. Það er tómt mál að tala um lög- mæti andspyrnunnar: ekkert þjóð- félagskerfi, jafnvel ekki það frjáls- legasta, getur með stjórnlögum löghelgað vald, sem beitir sér gegn þessu kerfi“ (Marcuse, ibid.). Þetta „vald andspyrnunnar" er hinn kostur andófshreyfingarinn- ar. Desembermánuð nokkurn boð- uðu stúdentar í V-Berlín til Víet- nammótmæla. Yfirvöld kváðu svo á, að gangan færi hliðargötur svo lítið bæri á, til þess að ekki trufl- aðist umferð og jólaös í miðborg- inni. Sem þýðir: Ykkur er leyft að bera fram skoðanir ykkar, en ekki að láta þær heyrast. Enda rufu stúdentar bannið og fengu meiri athygli en ella hefði orðið. En þótt þeir yfirstígi „lög og regl- ur“ og sýni markvisst andóf og borgaralega óhlýðni, hafa þeir ekki stutt ofbeldi gegn fólki. „Ógnarstefna gegn fólki er ekki nauðsynleg í stóru borgunum“ (Dutschke). Daniel Chon-Bendit reyndi í lengstu lög að hindra slagsmál í París. Stefnuyfirlýsing- ar voru gerðar, t. d.: „ . .. styðj- um af öllum mætti grundvallarhug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.