Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 23

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 23
LÆKNANEMINN 23 hljóta að vera góðir drengir, hugs- aði ég. Þeir voru góðir, og hafa fengið ráðherralof fyrir. Stendur þá íslenzkt þjóðfélag ofar en önnur, úr því gagnrýni gegn því hefur farið lægra en annars staðar? Hér er ekki iðn- þjóðfélag. Því er áherzlum á ann- an hátt varið en annars staðar. Þó hefur einnig hér neyzlan verið það, sem gulrótin er asnanum. Kaupmenn hafa ekki einungis ráð- ið, í hvora áttina skuli ekinn Laugavegur, heldur einnig, að okkur skuli gefinn kostur á öllu heimsins neyzludóti, hvort sem við höfum ráð á því eða ekki. Annars verður ekki fjallað um það hér, hvernig, og af hverjum eða hvort landinu hafið verið stjórnað, rnn óráðsíu og fjádmálaspillingu og annað slíkt. Hinsvegar ættu stúd- entar að gefa gaum að félags- kerfinu, ekki sízt á tyllidögum einsog 1. desember. Ef til vill á vasaþjóðfélag einsog ísland óhægara með að viðhalda sæmi- legu lýðræði en stærri þjóðir, þar sem svo fáir eru til að snúast í öllum þörfum slíks fyr- irtækis. Sinna því fáir mörgu sam- tímis í fastskorðuðu bitlinga- kerfi. Enn færri eru til að hlaupa í skörð. Gerir þetta vald embættis- kerfisins meira, vinnuframlag þess og kröfur minni. Völd eru því á flestum sviðum á furðufárra hönd- um í þjóðfélagi, sem kveðst verða lýðræðislegt. Og þau eru órjúfan- lega bundin vilja stjórnmála- flokka eða nokkurra ætta, sem stíga valsinn með örlög þjóðarinn- ar. Núverandi forsætisráðherra stjórnar stærsta flokknum, stærsta dagblaðinu, hefur sterk persónutengsl við fréttaþjónustu sjónvarpsins, óbein flokksáhrif á útvarpið. Fjölskylda hans hefur lykilaðstöðu á ýmsum sviðum at- vinnulífsins. Ráðherrar hafa setið svo lengi á stólum sínum, að oft er einsog þeim finnist þeir eiga landið, lögin og réttlætið. Islenzk utanríkisstefna virðist vera prívat fyrirtæki ráðherra og vina þeirra; þingmenn lesa gjarnan um hana í erlendum blöðum til þess að verða einhvers vísari. Þeir skipta ekki litum, þótt þeir segi stundum þjóðinni ósatt. Og embættismanna- kerfið er í senn stirt, ósveigjan- legt og athafnalítið, — en eilíft. Nægir að leiða hugann að heil- brigðiskerfinu. Þessi seiga tregða gerir raunar vald þess enn meira, það er jafnvel sagt geta steypt stjórnum, sem eru því ekki að skapi. Þetta valdakerfi hugsar vitaskuld einsog önnur fyrst og fremst um að viðhalda sjálfu sér. Því bítur það líka frá sér, ef því finnst öryggi sínu ógnað, og hefur til þess sterka aðstöðu. Útvarps- þættir eru stöðvaðir, ef þeir falla ekki í geð. Er þá borið við einni af „leikreglum lýðræðisins", hlut- leysinu. Hinsvegar er mér í fersku minni, er framámaður stærsta stjórnmálaflokksins fékk sérstaka áheyrn alþjóðar í útvarpinu fyrir fyrirtæki sitt á bezta tíma til þess að bera á móti réttilegri áður- fluttri staðhæfingu um, að gos- drykkur, er hann hafði á boðstól- um, skemmdi tennur. Skólabörn- um í H. I. er heldur ekki ætlað að heyra það, sem ekki er talið hollt einsog frásögn frá Víetnam, sem því var bönnuð forðum. Sennilega er samt sterkasta vopn valda- kerfisins málgagnið Morgunblaðið, langstærsta dagblað landsins (upplag um 38 þús.). „Stærð er í sjálfu sér tákn einokunarvalds. Því að stærð felur í sér vísinn að misnotkun. Sú staðreynd, að vald, sem byggist á stærð, hefur í for- tíðinni verið notað til þess að eyða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.