Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 30

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 30
30 LÆKNANEMINN Frá ritstjárn Ofarlega á baugi meðal læknanema þessa dagana eru umræður varðandi væntanlega reglugerð læknadeildar. Eitt atriði hennar hefur einkum vakið umtal og deilur þ. e., hvort takmarka skuli inngöngu stúd- enta í deildina og þá hvernig. Nýlega var haldinn all fjölmennur fund- ur um þetta efni. Þar kom m. a. í ljós, að samþykkt hefur verið af hálfu deildarinnar að fara fram á heimild til að takmarka aðgang stúdenta á hausti komanda, og verði þá miðað við eink. 7.25 úr stærð- fræðideild og 8.00 úr máladeild. Um ráðstöfun þessa eru skoðanir manna mjög skiptar. Sumir telja alla takmörkun hið mesta óráð og benda máli sínu til sönnunar á ýmsa prófessora og dúxa í læknadeild, sem hefðu orðið frá að hverfa á sínum tíma, ef þessar reglur hefðu verið í gildi þá. Aðrir telja, að valið eigi að fara frarn innan Háskólans sjálfs í formi samkeppnisprófa. Sú leið mun þó ótrúlega erfið í framkvæmd, bæði hvað kostnað snertir og þá tilhögun, sem veiti öllum jafna aðstöðu, þannig að réttlætinu verði fullnægt. Nú á sem sagt að miða við lágmarkseinkunnir á stúdentsprófi. Hvað skeður svo eftir nokkur ár, þegar þessi sía dugar ekki lengur? Verða þá lágmarkseinkunnirnar hækkaðar eða verður e. t. v. miðað við stærðfræðideild eingöngu. Við gætum velt fyrir okkur, hvernig slíkt kerfi verkar í nágrannalöndunum. Frændur okkar Norðmenn hafa um árabil valið í læknadeildir sínar úr hópi umsækjenda ákveðinn fjölda þeirra, sem flest poeng hafa, og þar gildir stærðfræðideildarpróf mest. Einnig mun vera hægt að krækja í poeng eftir öðrum leiðum m. a. með hjúkrunarnámi. Nú þykir þar í landi svo fínt að vera í læknisfræði, að dúxarnir hópast inn án þess að hafa önnur motiv, en hreint snobb. Óánægjuraddir verða æ fleiri. Erik Poppe segir í grein, sem birtist nýlega í norska læknablaðinu. „Ved andre fakulteter og ved höyre skoler vil det optre en ny kategori studenter. Vi kan kalle dem ,,poengplukkere“ til det medisinske studium. Disse poengplukkere kan pá mer en én máte vise sig á repre- sentere en belastning pá vedkommenda fakultet eller höyskole. Det kan heller ikke være riktigt at det medisinske studium legger beslag pá sá stor prosent av skolelysene, man skulle tro at flere andre fakulteter, jeg kan som eksempel nevne det juridiske skulle ha like stort behov for preseteriet." Svo mörg voru þau orð, og er hér ekki umhugsunarefni fyrir okk- ur? Talað hefur verið mikið um ókosti þess, að nemendur gætu innritað sig hvað eftir annað í upphafsprófin, og sumir eyði þannig mörgum dýrmætum árum til einskis. Hér mætti því spyrja. Verður ekki innan fárra ára kominn stór hópur ,,einkunnaplokkara“, sem þreyta stúdents- próf ár eftir ár í stað upphafsprófa ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.