Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 32

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 32
S3 LÆKNANEMINN EINAR BALDVINSSON, LÆKNIR: Meðferð á arrhythmium samfara kransæðastíflu Með tilkomu gjörgæzludeilda fyrir hjartasjúklinga (coronary care units) og meðfylgjandi tækja, sem gera kleift að fylgjast með ýmsum þáttum hjartastarfsem- innar, hefir komið í ljós, að óregla á hjartslætti hjá sjúklingum með kransæðastíflu er mun tíðari en áður hafði verið gert ráð fyrir. Er nú talið, að 80—90% sjúklinga fái einhvers konar arrhythmiu fyrstu legudagana. Þar sem arrhythmiur hjá sjúklingum þess- um geta verið fyrirboði hjarta- stopps (cardiac arrest), hefir með- höndlun á þeim verið tekin fast- ari tökum en áður tíðkaðist. Meöferð á tachyarrhythmium. Tachycardiur af supraventri- culerum uppruna (atrial tachy- cardia, atrial flutter, atrial fibrillation og nodal tachycardia) eru meðhöndlaðar á sama hátt. Ef almennt ástand sjúklings er gott og engin einkenni um hjartabilun eða lost, er réttast að hraðdigitali- sera með Cedilanid eða digoxin, en hafa verður þá í huga, að áður- nefndar arrhythmiur geta orsak- azt af digitalis. Ber því að var- ast að gefa áðurnefnd lyf í æð, ef sjúklingur hefur verið á viðhalds- skömmtum af digitalis. Venjuleg- ur byrjunarskammtur af Cedilanid er 0,8 mg í æð, sem síðan er fylgt eftir með 0,4 mg í æð eða vöðva á 2—4 klst. fresti, þar til full virk- un fæst. Ekki er þó talið ráðlegt að gefa yfir 2 mg fyrstu 24 klst. Nota má einnig digoxin, sem er hraðvirkt digitalislyf, en skilst nokkuð seinna út heldur en Cedi- lanid. Eru venjulegir byrjunar- skammtar 0,75—1 mg í æð, en síð- ari skammtar 0,25 mg í æð eða vöðva á 4—6 klst. fresti. Ef ein- kenni um minnkað hjartaútfall (cardiac output) svo sem lost eða hjartabilun eru til staðar, þegar í byrjun eða eftir að digitalismeð- ferð er hafin, er réttast að gefa hjartanu synchroniserað jafn- straums (D. C.) raflost þegar í stað. Eftir að sinus rhythmi hefir fengizt, er hafin meðferð með chinidin (0,3-0,4 g á 6 klst. fresti) eða procainamide (0,5—0,75 g á 6 klst. fresti) í því augnamiði að fyrirbyggja frekari arrhythmiur. Jafnframt þessu er sjúklingur digitaliseraður að fullu. Ef grun- ur leikur á, að digitalis sé orsök fyrir áðurnefndum arrhythmium, er digitalisgjöf hætt þegar í stað og KCl gefið í infusion (40 mEq. KCl í 500 ml 5% glucosuupp- lausn gefið á 1—2 klst.). Propr- anolol (Inderal), sem er nýlegt P-blokkerandi lyf, er nú talið eitt öruggasta lyfið gegn tachyarr- hythmium og extrasystolum, sem orsakast af digitalis. Er venjuleg- ur skammtur, 1—3 mg, gefinn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.