Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 34

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 34
3J, LÆKNANEMINN mögulega að auka það hjá hjarta, veikluðu af infarct, nema með auknum hjartslætti. Síðustu árin hefir þrenns konar aðferðum ver- ið beitt gegn þessum flokki arrhythmia. I fyrsta lagi lyfja- meðferð, sem nú er notuð í vægari tilfellum, og þar sem meðferð með pacemaker verður ekki við komið þegar í stað. f öðru lagi kemur til greina að nota external pace- maker, en þar sem sú aðferð er bæði óþægileg mjög fyrir sjúkl- inga og óörugg, hafa flestir hætt við hana, en nota þess í stað inter- nal katheterpacemaker, sem er óþægindalítil og öruggari í notkun. Er hér um að ræða katheter með uni- eða bipolar elektróðu, sem þræddur er eftir periferal bláæð (v. jugularis ext. eða v. cubiti) inn í hægri ventriculus. Er elek- tróðan látin leggjast þétt upp að hjartaveggnum. Verður því að framkvæma aðgerð þessa í skyggningu, sem hefir þann ókost að flytja verður mjög veika sjúkl- inga yfir á röntgendeild eða hjarta- þræðingarrannsóknarstofu, Ný- lega hafa verið reyndar aðferðir til að leggja katheterinn inn án skyggningar. Er þá elektróðan tengd hjartarafritara og stöðugt fylgzt með hjartarafritinu. Má þannig staðsetja elektróðuna inn- an hjartans. Tæknilega er þetta fremur erfitt og getur haft nokkra hættu í för með sér, svo sem per- foration hjartavöðvans. Innlagn- ing á katheterpacemaker getur ennfremur í stöku tilfellum valdið alvarlegum arrhythmium, svo sem ventriculer tachycardiu, flutter eða fibrillation, og infections- hætta er alltaf til staðar, þar sem katheter liggur lengi í æð. Truflun á starfsemi sinus hnúts- ins, svo sem sinus bradycardia, sinus arrhythmia og sinus arrest með escape rhythma, eru nokkuð algengar arrhythmiur hjá sjúkling- um með kransæðastíflu. Stafar þessi óregla oft af vagotoniskum á- hrifum deyfilyfja, svo sem mor- fins. 1-1,5 mg af atropini í æð nær oft að stöðva þessar arrhythmiur, en vegna hættu á þvagteppu, myndun glaucoms eða geðrænum truflunum einkum hjá eldra fólki, ber að varast of tíða eða stóra skammta. Ef atropin gagnar ekki, og í þeim tilfellum, sem lengri lyfjameðferð kemur til greina, er isoprenalin infusion (1 mg iso- prenalin í 250—500 ml 5% glucosuupplausn) talin öruggari meðferð. Sjaldnast þarf að grípa til pacemakers í þessum tilfellum. Atrioventriculerar leiðslutrufl- anir eru all tíðar við kransæða- stíflu. Algengast er fyrstu gráðu atrioventriculert rof, sem þarfn- ast engrar meðferðar, en mjög góðar gætur verður að hafa á sjúklingum með þessa leiðslu- truflun, því að annarrar eða þriðju gráðu atrioventriculert rof getur verið í uppsiglingu. Eru því sum- ir könnuðir á þessu sviði farnir að mæla með innlagningu kathet- erpacemakers, sem settur er í gang strax og með þarf. Annarrar og þriðju gráðu atrioventriculert rof samfara einkennum um minnkað hjartaútfall eða Adams — Stokes tilfelli, ber tvímælalaust að með- höndla með katheterpacemaker. Corticosteroidar hafa verið notaðir talsvert við þriðju gráðu artioventriculeru rofi með vafa- sömum árangri. Er talið, að lyf þessi minnki bjúgmyndun í og um- hverfis atrioventriculer hnútinn og leiðslubrautirnar í septum inter- ventricularis. Aðrir álíta, að áhrif þessara lyf ja á electrolytajafnvægi líkamans, og þá einkum lækkun kalíums, skipti mestu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.