Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 38

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 38
38 LÆKNANEMINN breytt síðustu hendingunni í kvæð- inu því til samræmis. Þannig hefur farið hjá mér. Þessir menn hafa oft verið þakk- látustu sjúklingar, sem ég hef stundað, þó að enginn hafi sungið fyrir mig svona fallega vísu. Eins og ég drap á í upphafi, reit ég grein í Læknablaðið árið 1957 og gerði þar grein fyrir að- gerðum vegna þvagteppu á öllum þeim körlum, sem legið höfðu í Landspítalanum og í sjúkrahúsi Hvítabandsins til ársloka 1950. Þetta voru 84 karlar, sem geng- ust undir prostatectomíu. Meðal- aldur þeirra var 66 ár, og dauðs- föll 9 eða 10,7%. Þar að auki voru í 12 tilfellum aðeins gerðar cystostomíur og dóu 4 þeirra, eða 331/3%. Dánartíðni allra þeirra, sem voru skornir upp, varð því 13,5%. Ennfremur lágu í þessum sjúkrahúsum 26 sjúklingar með þennan sjúkdóm, sem ekki þótti fært að skera upp, og dóu 8. Alls eru þetta 122 sjúklingar og dán- artala 22, eða 18%. Þessi dánar- tala er mjög há, en rétt að minn- ast þess, að um 1930 og árin þar á eftir var dánartíðni víða 20— 40%. Flestir þessara sjúklinga voru með algera þvagteppu og margir með mikla þvageitrun. Á þessum árum voru ekki til súlfa- eða myglulyf. Blóðgjafir voru lítið eða ekkert notaðar. Svæfingalæknar voru ekki til hér á landi, og hef- ur þetta verið aðalástæðan fyrir svo hárri dánartölu. Auk þess skiptust þessar aðgerðir á marga lækna, þannig, að engir hafa fengið verulega æfingu við þessa uppskurði, og er það áreiðanlega veigamikil ástæða fyrir svona lé- legum árangri. Árin frá og með 1951 til júlí- loka 1957 hafði ég til meðferðar 120 sjúklinga með þennan kvilla, h. u. b. alla í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins. Þeir voru á aldrinum 43—88 ára og meðalaldur 69,8 ár. Þeir voru allir skornir upp, gerð prostatectomía a. m. Freyer, þ. e. gegnum þvagblöðru, eða a. m. Millini, gegnum kirtilhýðið, aftan við lífbeinið. Enginn þessara sjúk- linga dó, og er það vafalaust heppni að þakka að einhverju leyti, því að margir þeirra voru háaldraðir og illa farnir á margan hátt. Ekki gat ég búizt við, að svona gengi áfram. Eftir 7 feitu árin hlutu að koma 7 mögur ár. Samt sem áður er ég ekki svo óánægður með fram- haldið. Þá er komið að síðasta hópnum á tímabilinu frá 1. ágúst 1957 til ágústloka 1968. Þetta eru alls 215 karlar, 38—88 ára gamlir, og hefi ég skorið þá alla upp í sjúkra- húsi Hvítabandsins. Aldur þeirra var sem hér grein- ir: 38—49 ára voru 6 eða 2,8 %. 50—59 — — 23 — 10,7 %. 60—69 — — 87 — 40,47%. 70—79 — — 79 — 36,74%. 80—89 — — 20 — 9,3 %. Meðalaldur: 67,6 ár eða heldur lægri en í 120 manna hópnum ár- in á undan. Árangurinn varð ekki eins góður, því að 4 dóu, eða 1,86%: 1. 77 ára, karlægur vegna osteo- arthrosis coxarum og með kroniskan pyelonephrit. Hann kom inn með katheter á demeure, og fannst mér ekki annað koma til greina en upp- skurður, því að ómögulegt var að fá þvagið hreint. Hann dó 10 vikum eftir aðgerð; var þá löngu gróinn og laus við þvag- legginn og því vafasamt, hvort hann á að teljast með, að minnsta kosti get ég ekki séð,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.