Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 39

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 39
LÆKNANBMINN 89 að hann hafi dáið af völdum að- gerðarinnar, heldur vegna bil- aðrar nýrnastarfsemi, elli og lungnakvefs. 2. 79 ára, dó 5 vikum eftir að- gerð úr þvageitrun ásamt há- um blóðþrýstingi og meðfylgj- andi hjartasjúkdómi. 3. 73 ára, dó daginn eftir upp- skurð úr blóðtappa. Hann hafði verið hraustur um dag- ana, kom ekki inn vegna skyndilegrar þvagteppu, en hafði átt lengi í vaxandi erfið- leikum vegna tíðra þvagláta. 4. 69 ára, dó á 9. degi úr blóð- tappa. Hann var hjartasjúkl- ingur á blóðþynningarlyfjum vegna infarctus cordis, einu ári áður. Hann hafði verið á fót- um í 6 daga, laus við þvaglegg- inn og gróinn, og aðgerðin gekk alveg snurðulaust. Enginn af þeim, sem náð höfðu áttræðisaldri, dó á sjúkrahúsinu. Ég vil geta þess, að allir sjúkl- ingarnir, sem ég taldi þurfa að- gerð, voru skornir upp, þ. e. eng- inn sjúklinganna var sendur heim með þvaglegg, hversu gamlir eða lélegir sem þeir voru við komu í sjúkrahúsið. Karl með þvaglegg á leiðinlegt líf fyrir höndum, og ég hefi aldrei rekizt á nokkurn, sem ekki vill taka dálitla áhættu, sem aðgerð fylgir, til að losna við hann. 57 sjúklingar voru með mikið þvag í blöðru við komu, 400—3500 ml, eða katheter á demeure. Deilt er um, hvernig fara eigi með svona sjúklinga. Margir vilja setja inn þvaglegg og tæma blöðruna hægt og hægt, jafnvel á 2—3 dögum, ef hún er mjög útþanin af þvagi. Þeir halda því fram, að minni hætta sé á þvagblæðingu, ef svo er gert. Ég hefi alltaf tæmt þessa menn strax og aldrei lent í nein- um vandræðum vegna þess og aldrei séð mikla þvagblæðingu af þess völdum, og til dæmis vil ég nefna 74 ára mann, sem kom inn sumarið 1968. Var kviður hans til að sjá eins og á konu á 9. mánuði. 1 blöðrunni voru rúmlega 3500 ml af þvagi, og hgl. reyndist aðeins 10 g%. Kreatínín var 3,9 mg%, en var 1,9 mg% 12 dögum síðar, þegar ég skar manninn upp. Þvag var blóðlitað aðeins tvo fyrstu dagana. Þegar ég skar hann upp, og var búinn að opna gríðarlega þykka þvagblöðru, sá ég stærsta blöðrubotnskirtil, sem ég hef nokkurn tíma augum litið. Þegar ég hafði náð honum út og sett hann á vog, reyndist hann vega 600 g. Ég held, að þetta mætti kalla risahvekk, enda mun láta nærri, að þetta sé þrítugföld normalþyngd. Ég hefi hvergi séð í ritmn um þvagfærasjúkdóma getið um nokkurn hvekk, sem kemst í hálfkvist við þennan, og meðan svo er, verð ég að álíta, að við heima á Fróni eigum heims- met, og er það ekki lítils virði. Það er af karlinum að segja, að honum heilsaðist vel, og fór hann úr sjúkrahúsinu 3 vikum síðar. Þegar þetta er ritað, er hann á lífi, og við allgóða heilsu. Heilbrigðisástand þessara manna við komu í sjúkrahúsið var mismunandi. Ef leitað hefði verið að öllum þeim sjúkdómum, sem þeir voru haldnir, hefði það orðið langur listi. En það var ekki gert, og eru til þess ýmsar augljósar ástæður. Verða því fáir tilfærðir, en ég hygg, að elli, hár blóðþrýst- ingur, hjartasjúkdómar, æðakölk- un, lungnaþemba, blóðleysi, lungnakvef, nýrnaveiki og, í sum- um tilfellum, þvageitrun, hafi ver- ið algengast. Ef til vill er réttast að viðurkenna, að fáir þeirra hafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.