Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 41

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 41
LÆKNANEMINN 41 ir blöðrubotninum og lyftir hon- um upp. I þeim tilfellum, eftir að kirtilaukinn hefur verið fjarlægð- ur, stendur eftir breiður kragi af blöðruveggnum, sem síðar skrepp- ur saman og veldur miklum þrengslum í innra þvagrásaropinu og getur jafnvel orðið til þess, að það lokist. Því er nauðsynlegt að klippa þennan kraga alveg burtu, þannig að slétt verði úr kirtilbeðn- um inn í blöðruna, þar má ekki verða eftir nein brún. Um leið verður auðveldara að stöðva blæð- ingu úr æðum, sem mikið er af þarna. Blöðrunni er lokað í tveim lög- um og þvagleggur er settur inn í blöðruna, annað hvort gegnum þvagrásina, eða út um kviðvegg- inn. Ég hefi haft þann sið, ef þvag hefur verið mjög óhreint, að leggja heldur þvaglegginn út um kviðvegginn. Ég held, að síður sé hætta á epididymit, ef það er gert. Ýmislegt annað þarf stundum að lagfæra. T. d. var þrisvar skor- ið burt krabbamein úr blöðru, þrisvar teknir steinar og tvisvar skorin burt aukablaðra eða diver- tikel. Sjúklingarnir voru yfirleitt látnir fara á fætur á öðrum degi og þvagleggur tekinn jafnskjótt og þvag var orðið blóðlaust, vana- lega innan viku. Aðalkomplikationin er blæðing, sem oftast er mikil meðan á að- gerð stendur og fyrstu dagana á eftir, og hefur mér aldrei reynzt mögulegt að sjá hana fyrir. Blóð- gjafir eru því bráðnauðsynlegar, bæði meðan á aðgerð stendur, og eins næstu daga, ef blóðmissir er verulegur. Því hefur líka verið haldið fram af ýmsum læknum, að blóðmissir sé aðaldánarorsökin. Því væri bezt, ef hægt væri, að mæla nákvæmlega allt það blóð- magn, sem sjúklingurinn missir, og haga blóðgjöfum eftir því. í N.- Ameríku hafa læknar reynt að mæla þetta með ýmis konar tækj- um, en það hefur reynzt erfitt í framkvæmd og ófullnægjandi. Líklega væri heppilegast að gera þessar aðgerðir í hypotension og hef ég nýlega séð grein frá Luster Gen. Hospital í Englandi um 106 prostatectomíur, gerðar þar á tveggja ára tímabili. Áberandi var, hve sjaldan var gefið blóð, og oft voru sjúklingarnir látnir fara þvagleggslausir af skurðarborð- inu. Dauðsföll urðu þó 4, sem er helmingi verri árangur en hjá mér. Ef til vill hafa þeir verið óþarflega sparir á blóðgjafirnar. Sjö sinnum varð ég að gera cystostomíu vegna blæðinga, sem ekki var hægt að ráða við öðru vísi. Allir þessir sjúklingar lifðu. Sex sinnum tæmdi ég blóðhlaupið út um cystoscope, og nægði það til að stöðva blæðingu. Epididymitis acuta kom aðeins fyrir 4 sinnum, og hefi ég því aldrei séð ástæðu til þess að gera vasotomíu á þessum sjúklingum á undan prostatec- tomíu. Þrír af fimm, sem fengu infarctus cordis, lifðu hann af. Fjórir voru með diabetes, og af þeim fengu tveir epididymitis. Acut pyelonephritis fengu þrír eftir aðgerð. Osteitis pubis, sem mikið var skrifað um fyrir 10 ár- um, hefi ég ekki séð, og held ég, að sá sjúkdómur sé kominn úr „móð“. Einn maður fékk hernia ventralis eftir ígerð í kviðveggn- um. Enginn maður varð incontin- ent eftir þessar aðgerðir, og er þá flest upp talið. Krabbamein í blöðrubotnskirtli hefur mikið verið skrifað um á undanförnum árum. Tölur um tíðni eru mjög mismunandi, og skurðtæki klinisks krabbameins í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.