Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 43
LÆKNANEMINN 1,3 GUÐMUNDUR S. JONSSON, EÐLISFR/EÐINGUR: Um geislalækningatæki I kjarneðlisfræði, og þó sér- staklega í röntgeneðlisfræði, er orkueiningin elektrónvolt, eV, af- ar mikið notuð. Skilgreining henn- ar er þannig, að eitt eV er sú orka, sem ein rafeind (elektróna) hefur, eftir að hafa fallið í gegnum spennumismuninn eitt volt. e í eV stendur í rauninni fyrir hleðslu rafeindarinnar, sem er einn af grundvallarstöðlum eðlisfræðinnar og er 1,602 X10-19 Voltamp.sek. (Wattsek.). Orkueiningin eV er alls ekki gerð sérstaklega fyrir rafeindir. Hún er notuð fyrir margar orkumyndir kjarneðlis- fræðinnar, og þá sérstaklega hvers konar geislun. eV er hæfilega stór eining til notkunar innan frum- eindanna, en flestar aðrar orku- einingar, sem við þekkjum úr dag- legu lífi, eru allt of stórar. Tökum sem dæmi kWst, sem er 3,6 millj. Wattsek. þ. e. 1 eV=4,5 X 10~2(i kWst., eða kílókal., en þá er 1 eV=3,3 x 10-23 kcal. Yfireiningar af eV eru 1000 eV eða 1 keV, 1 millj. eV eða 1 MeV og 1 bilj. eV eða 1 BeV. Bráðlega má sjá, hve þægileg þessi orkuein- ing er í geislalækningafræði, en þar samsvarar orka geislanna í þessari einingu þeirri háspennu, sem notuð er í tækjunum til fram- leiðslu á geislunum. Þegar talað er um notkun á jónandi geislun til geislalækninga, er yfirleitt átt við röntgengeislun, gammageislun og betageislun. Reyndar hefur verið reynt að nota bæði neindageislun, róteindageisl- un og fleiri gerðir geislunar, en slíkt hefur ekki náð neinni út- breiðslu, og mun það ekki rætt frekar hér. I eðli sínu er röntgen- geislun og gammageislun sams konar geislun, munurinn er sá, að röntgengeislun myndast utan frumeindakjarnanna, og það er sú geislun, sem framleidd er í rönt- genlömpum og öðrum tækjum, en gammageislun á upptök sín inni í frumeindakjörnum og kemur frá geislavirkum efnum við kjarna- breytingar þeirra. Mikill munur er á röntgen- og gammageislun ann- ars vegar og betageislun hins veg- ar. Röntgen- og gammageislun eru fyrst og fremst rafsegulbylgjur með fremur litlum efniseiginleik- um. Þó verður stundum að nota agnarhugtakið til að skýra suma eiginleika þeirra, og þá má líta á þá sem afar litlar óhlaðnar agnir, er berast áfram með ljóshraða, og kallast þær fótónur. Betageislun er fyrst og fremst agnageislun, þ. e. rafeindir, en hraði þeirra er minni en Ijóshraðinn og fer eftir orku þeirra. Rafeindir eru nei- kvætt hlaðnar agnir. Aðaleiginleiki jónandi geisla og sá eiginleiki, sem öll notkun þeirra í læknisfræði byggist á, er, að þeir breyta frumeindum og sameindum efna þeirra, sem þeir fara í gegn- um. Þeir jóna efnið, en það þýðir, að þeir nota hluta af orku sinni eða alla orkuna til að rífa rafeind- ir af brautum sínum innan frum- einda og sameinda, þannig að frumeindin eða sameindin stendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.