Læknaneminn - 01.04.1969, Side 51

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 51
LÆKNANEMINN h~> Geislavirkt kóbalt gefur frá sér geislun með orkuna u. þ. b. 1300 keV eða 1,3 MeV. Lítið kóbalt- magn má gera mjög geislavirkt, þ. e. kóbalt hefur háa eðlisgeisl- un, en við það verður áðurnefnd óskerpa lítil. Kóbalttæki hafa mikla kosti fram yfir bæði röntgentæki og Cs-137 tæki. Tækjabúnaður er afar einfaldur. Gleypni geislunar er minni vegna meiri orku. I 10 cm dýpt í líkam- anum er enn 50% eftir af því geislamagni, sem inn fór. Aðal- kosturinn er þó sá, að hámark geislunar er ekki lengur við yfir- borð húðar, heldur aðeins undir því. Því þolir húðin þessa geislun betur en þá, sem áður hefur verið nefnd. Geislaálag húðar er því yfirleitt ekki það mikið, að ekki náist nauðsynlegur djúpskammt- ur. Vegna þessara kosta eru kóbalttæki að verða algengust allra djúpgeislunartækja, enda unnt að nota þau við flesta geislun. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni voru árið 1967 í notkun í heimin- um 1676 kóbalttæki, en 617 af öll- um öðrum gerðum hávoltatækja. Við húðgeislun eru þó lítil og ódýr röntgentæki mest notuð. Betatrónar eru tæki til að hraða rafeindum. Það er gert á allt annan hátt en í röntgentækj- um, og er rafeindunum gefin miklu meiri orka heldur en þær gætu fengið í röntgenlömpum. Er hér um að ræða orku frá u. þ. b. 13—40 MeV. Kosturinn við beta- GAMMATRON 3 (Co60) Mynd 5. Dýptargeislaskammtar í vatni frá kóbaltgeislun. PHF: Fókus-húð fjarlægð.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.