Læknaneminn - 01.04.1969, Page 53

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 53
LÆKNANEMINN J,9 þeirri orku, sem samsvarar hröð- un þeirra. Ef nota á röntgengeisl- un í stað rafeindageislunar, eru rafeindirnar látnar stöðvast í sér- stökum efnum og myndast þá röntgenhemlunargeislun. Geislun- arferlar röntgengeislunar frá betatrónum eru talsvert ólíkir þeim, sem við höfum þegar séð. Nú er hámark geislunarinnar talsvert djúpt inni í líkamanum. I línuhröðurum er rafeindum hraðað inni á beinum bylgjuleið- urum. Rafeindunum er fleytt af rafsegulbylgjum og hraðað af þeim. Rafeindageisluninni er síðan breytt í röntgengeislun, en orka hennar er algengust frá 2—8 MeV. Línuhraðarar, sem gefa röntgengeislun með orkuna 2—4 MeV, geta auðvitað komið í stað kóbalttækja. Geislunareiginleikar beggja eru að mestu þeir sömu. Það, sem háð hefur línuhröðurum, er flókinn tækjabúnaður miðað við kóbalttæki. Að lokum skal getið þriggja annarra tækja, sem nokkuð eru notuð í geislalækningum, en það eru í fyrsta lagi synchrotrónar. Þeir eru afar líkir betatrónum að gerð, nema hvað unnt er að hraða rafeindum enn frekar en í betatrón- um og þá með aðstoð resónans- holrúma á rafeindabrautinni. I synchrotrónum er einnig unnt að hraða róteindum upp í orkuna 3 BeV. I öðru lagi Van der Graaf tæki, sem framleiða röntgengeisla með orku nálægt 2 MeV. Röntgen- Mynd 8. Samanburður á jafnskammtaferlum fyrir geislun frá Cs-137 og 200 kV geislunar. Til vinstri: Flötur 8X8 cm, Cs-137, FHF 35 cm á móti HL 30 mm Cu, FHF 50 cm. Til hægri: Cs-137, 6 cin hringflötur, FHF 15 cm á móti 6X6 cm flötur, HL 1.0 mm Cu, FHF 50 cm.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.