Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 56

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 56
52 LÆKNANEMINN Rætt víð Þorkel Mannesson prófessor Þess hefur áður verið getið í blaðinu, að dr. med. Þorkell Jó- hannesson hafi verið skipaður prófessor í lyf jafræði í læknadeild. Ritstjórn blaðsins þótti því rétt að eiga við hann viðtal, og fer það hér á eftir. Vilt þú í upphafi segja okkur frá uppruna þínum, náms- og starfsferli til þessa í fáum orðum? Já, ég er fæddur í Hafnarfirði 1929. Annars hef ég lengst af dvalizt í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk ég í Reykjavík 1950, og fyrstahlutaprófi í læknisfræði 1953, einnig í Reykjavík. Embætt- isprófi í læknisfræði lauk ég hins vegar í Árósum 1957. Eftir það starfaði ég, eins og lög gera ráð fyrir, sem kandídat á spítala í 1 ár. 1958—’59 var ég aðstoðarmað- ur við lyf jafræðilegar og líffræði- legar rannsóknir hjá lyfjaverk- smiðjunni Lovens Kemiske Fabrik í Kaupmannahöfn. Árin 1959—’63 vann ég í lyfjafræðistofnun Kaup- mannahafnarháskóla, að því und- anskildu, að ég starfaði við lækn- ingar í nokkra mánuði. Sumarið 1963 starfaði ég hér á vegum land- læknis að undirbúningi fram- kvæmdar lyfsölulaga. Eftir það hélt ég til Bandaríkjanna og vann þar að framhaldsrannsóknum í lið- lega 1 ár. Um áramótin 1964—’65 settist ég að hér á landi, Síðan hefur mest af mínum tíma farið í kennslu, störf á vegum lyfja- skrárnefndar og í sambandi við eiturefni og hættuleg efni og setn- ingu laga að því lútandi. Ég hef einnig reynt eftir mætti að sinna vísindalegum rannsóknum. Hvert er aðalmarkmið með kennslu í lyfjafrœði t miðhluta? Markmiðið er fyrst og fremst að leggja skynsamlegan grundvöll að notkun lyfja til lækninga með sérstöku tilliti til undirstöðu- menntunar í lífefnafræði, lífeðlis- fræði og raunar einnig að nokkru leyti með tilliti til þekkingar stúd- entanna í sýkla- og meinafræði. Telur þú, að flytja eigi hluta af lyfjafrœðináminu úr miðhluta í síðasta hluta? Mín skoðun er sú, að megingalli á kennslu í lyfjafræði sé einmitt sá, að klínísk hlið greinarinnar sé kennd of snemma. Klínísk reynsla nemenda í miðhluta er fjarri því að vera nægjanleg til þess að fara megi með skynsamlegu viti að marki út í klíníska notkun lyfja. Þess vegna ætti að minnka náms- efnið í lyfjafræði í miðhluta, en leggja um leið tiltölulega meiri áherzlu á teóretísk og tilraunaleg grundvallaratriði en verið hefur. Þannig þarf að sjálfsögðu að auka sýnikennslu og tilraunir. Klínískri notkun lyfja ætti hins vegar að gera fyllri skil í síðasta hluta í samráði við kennara 1 lyflæknis- fræði og fleiri greinum. Áð mínu viti yrði það mikil framför, ef læknir, sem hefði sérfræðings- menntun í lyfjafræði tæki virkan þátt í kennslu í síðasta hluta í

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.