Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 58

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 58
51, LÆKNANEMINN en sem svarar 5-6 stundum á viku. Ef kennsluskylda er meiri en þessu nemur, hlýtur það að koma niður á öðrum störfum, og þá fyrst og fremst á rannsóknastörf- um. Okkur finnst, að bólcasafnsmál skólans séu í miklum ólestri. Ert þú einnig þeirrar skoöunar? Já, það má með sanni segja. Guðmundur Björnsson landlæknir kvað svo að orði, þegar deilt var um vatnsveitu í Reykjavík, að ann- að tveggja yrði að leiða vatn í bæinn eða færa bæinn að vatni. Um Háskóla íslands gildir, að annað tveggja verður að flytja, bækur í skólann eða skólann að bókum. Háskóli, sem ekki hefur yfir að ráða nothæfu bókasafni, er viðundur meðal háskóla, en slíkt verður því miður að segja um Há- skóla íslands. Á hinn bóginn má að mínu viti fyrirgefa háskóla eða háskólastofnunum ýmislegt, sem miður fer, ef þar er aðgangur að góðu bókasafni. Hvað vilt þú segja um kosti og galla reglugerðaruppkastsins nýja? Ég vil helzt verjast frétta með öllu um þetta atriði, því að það er ekki ennþá fullmótað af hálfu deildarinnar. Ég vil þó láta það koma fram, að síðasta uppkastið tekur hinum fyrri mjög fram. Verður því að ætla, að starfinu hafi miðað í rétta átt. í þessu sam- bandi er einnig vert að benda á, að í uppsiglingu eru breytingar á háskólalögum, og ekki er enn vitað með vissu, hvernig þær verða endanlega úr garði gerðar. Er ekki ástœða til að breyta einkunnakerfinu ? Ég hef ekki fullmótaða skoðun á þessu. Einkunnakerfið er ekki ná- kvæmt fremur en önnur einkunna- kerfi, en ég álít, að það sé nothæft. Það eru alltaf talsverðir skekkjumöguleikar til staðar. Ég er ennfremur þeirrar skoðunar, að fyrsti maður, sem prófaður er hverju sinni, verði eins konar við- miðun fyrir alla hina. Af þessum sökum eru einkunnir frá prófi til prófs ekki nógu sambærilegar. Sjálfsagt gildir þetta einkum um miðbik einkunnastigans, enda er auðveldast að gefa þeim einkunnir, er minnst eða mest kunna. Ég álít raunar, að skekkjumöguleikar séu svipaðir í munnlegu prófi og skrif- legu prófi, en um slíkt má vissu- lega deila. Læknanemar hafa nú 2 fulltrúa á deildarfundum, og nemendur annarra deilda hafa áhuga á að ná sömu réttindum. Hvað finnst þér um þessa þróun, og hvesu víðtœk- ur á ákvörðunarréttur nemenda að vera á deildarfundum t. d. varð- andi embœttisveitingar og kennslu- skipulag ? Ég hef ekkert sérstakt við þetta að athuga, nema að því er varðar takmörkun á atkvæðisrétti stúd- enta. I þessu sambandi vil ég taka eftirfarandi fram: 1. Ekki er hægt að ætlast til, að stúdentar hafi réttar forsend- ur til þess að meta hæfni manna til þess að gegna embættum við skólann. Sama gildir um veitingu vísinda- styrkja og doktorsnafnbóta og málefni, sem stjórnvöld kunna að vísa til háskóladeilda. 2. Embættisveitingar eru oft mjög viðkvæmt mál. 1 umræð- ur í sambandi við þær er stundum blandað hinum óskyldustu málum. Ekki er hægt að ætla stúdentum að sjá skýrt í gegnum slíkar mála- flækjur og allra sízt, ef mál- flytjendur eru kennarar, sem stúdentum kann að þykja

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.