Læknaneminn - 01.10.1987, Page 7

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 7
Tímabundin áföll vegna blóðþurrðar í heila Sigurður Thorlacius læknir Heilablóðfall eða heilaslag (apoplex- ia cerebri) er ein algengasta orsök dauða og langvarandi vanheilsu á Vesturlöndum. Það getur stafað af heilablæðingu (haemorrhagia cer- ebri) eða drepi í heila (infarctus cer- ebri). Orsök heiladreps er blóðþurrð í heila (ischaemia cerebri). Tafla 1 sýnir helstu orsakir blóðþurrðar í heila.1'3 Um getur verið að ræða fleiri samverkandi þætti. Afleiðingar blóðþurrðar í heila ráðast að verulegu leyti af ástandi æðakerfis heilans almennt (svo sem útbreiðslu æðaskemmda, hversu opnar hliðargreinar skaddaðra æða eru og virkni sjálftemprunar blóð- flæðisins) og hversu hratt ástandið þróast, þ.e. hvort blóðrásinni vinnst tími til aðlögunar. Skyndileg lokun æðar vegna blóðreks (embolia cer- ebri) reynist þannig gjarnan afdrifa- ríkari en hægt vaxandi lokun vegna blóðsega á staðnum. Einkenni vegna blóðþurrðar í heila geta verið tímabundin. Talað er um T.I.A. (tímabundið iskemískt áfall, transient ischemic attack) þeg- ar einkennin ganga fullkomlega til baka á innan við sólarhring, en um minni háttar heilablóðfall (minor stroke) þegar einkennin ganga til baka, en á lengri tíma en einum sól- arhring. Hér á eftir verður einungis íjallað um T.I.A., en segja má að það sama gildi í stórum dráttum um minni háttar heilablóðfall. Taíla 2 sýnir helstu mismunagreiningar T.I.A.' « Eang algengasta orsök blóðþurrð- ar í heila er staðbundin lokun slag- æðar af völdum blóðsega (thrombos- is cerebri). Næst algengasta orsökin er æðalokun af völdum blóðreks frá hjarta, sem orsakar u.þ.b. 15% heiladrepstilvika.2 Blóðrek frá hjarta til heila er gjarnan mjög afdrifaríkt, Tafla 1: Helstu orsakir blóðþurrðar í heila 1. Lokun æðar á staðnum vegna: a) Blóðsega (thrombosis cerebri) b) Þrýstings utan frá (tumor, abscess, haematom) 2. Blóðrek (embolia cerebri) a) Frá hjarta: Hjartsiáttartruflanir (einkum gáttatitringur eða atrial fibrillation), hjartavöðvadrep, hjartagúlpur (aneurysma cordis), lokuvandamál, op milli hægri og vinstri hjartahelmings, hjartaaðgerðir. b) Frá aortaboganum og hálsæðunum: Æðakölkun (atheroma), áverkar, æðagúlpar (aneurysma) c) Annað: Fituembolíur (beinbrot), loftembolíur, köfnunarefnisembolíur (köfun- arveiki) septískar embolíur og metastatískar embolíur. 3. Bólga í heilaslagæðum (arteritis) a) Rauðir úlfar (lupus erythematosus diseminatus) b) Fjölæðabólga (polyarteritis nodosa) c) Bólga í gagnaugaslagæðum (arteritis temporalis) d) Sárasótt (syphilis) 4. Æðasamdráttur vegna: a) Mígrenis b) Æðamyndatöku (cerebral angiograíTu) c) Heilamengisblæðingar (haemorrhagia subarachnoidalis) d) Háþrýstingskreppu (hypertensívrar krísu) 5. Minnkað blóðflæði til heilaæða a) Minnkuð afköst hjartans, t.d. vegna hjartsláttartruflunar eða hjarta- vöðvadreps b) Lækkaður blóðþrýstingur/lost 6. Óeðliieg samsetning blóðsins a) Ofgnótt rauðra blóðkorna (polycythaemia) og annað sem veldur óeðlilegri storknunartilhneigingu blóðsins b) Blóðskortur (anemia) LÆKNANEMINN 44987-40. árg. 5

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.