Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 7

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 7
Tímabundin áföll vegna blóðþurrðar í heila Sigurður Thorlacius læknir Heilablóðfall eða heilaslag (apoplex- ia cerebri) er ein algengasta orsök dauða og langvarandi vanheilsu á Vesturlöndum. Það getur stafað af heilablæðingu (haemorrhagia cer- ebri) eða drepi í heila (infarctus cer- ebri). Orsök heiladreps er blóðþurrð í heila (ischaemia cerebri). Tafla 1 sýnir helstu orsakir blóðþurrðar í heila.1'3 Um getur verið að ræða fleiri samverkandi þætti. Afleiðingar blóðþurrðar í heila ráðast að verulegu leyti af ástandi æðakerfis heilans almennt (svo sem útbreiðslu æðaskemmda, hversu opnar hliðargreinar skaddaðra æða eru og virkni sjálftemprunar blóð- flæðisins) og hversu hratt ástandið þróast, þ.e. hvort blóðrásinni vinnst tími til aðlögunar. Skyndileg lokun æðar vegna blóðreks (embolia cer- ebri) reynist þannig gjarnan afdrifa- ríkari en hægt vaxandi lokun vegna blóðsega á staðnum. Einkenni vegna blóðþurrðar í heila geta verið tímabundin. Talað er um T.I.A. (tímabundið iskemískt áfall, transient ischemic attack) þeg- ar einkennin ganga fullkomlega til baka á innan við sólarhring, en um minni háttar heilablóðfall (minor stroke) þegar einkennin ganga til baka, en á lengri tíma en einum sól- arhring. Hér á eftir verður einungis íjallað um T.I.A., en segja má að það sama gildi í stórum dráttum um minni háttar heilablóðfall. Taíla 2 sýnir helstu mismunagreiningar T.I.A.' « Eang algengasta orsök blóðþurrð- ar í heila er staðbundin lokun slag- æðar af völdum blóðsega (thrombos- is cerebri). Næst algengasta orsökin er æðalokun af völdum blóðreks frá hjarta, sem orsakar u.þ.b. 15% heiladrepstilvika.2 Blóðrek frá hjarta til heila er gjarnan mjög afdrifaríkt, Tafla 1: Helstu orsakir blóðþurrðar í heila 1. Lokun æðar á staðnum vegna: a) Blóðsega (thrombosis cerebri) b) Þrýstings utan frá (tumor, abscess, haematom) 2. Blóðrek (embolia cerebri) a) Frá hjarta: Hjartsiáttartruflanir (einkum gáttatitringur eða atrial fibrillation), hjartavöðvadrep, hjartagúlpur (aneurysma cordis), lokuvandamál, op milli hægri og vinstri hjartahelmings, hjartaaðgerðir. b) Frá aortaboganum og hálsæðunum: Æðakölkun (atheroma), áverkar, æðagúlpar (aneurysma) c) Annað: Fituembolíur (beinbrot), loftembolíur, köfnunarefnisembolíur (köfun- arveiki) septískar embolíur og metastatískar embolíur. 3. Bólga í heilaslagæðum (arteritis) a) Rauðir úlfar (lupus erythematosus diseminatus) b) Fjölæðabólga (polyarteritis nodosa) c) Bólga í gagnaugaslagæðum (arteritis temporalis) d) Sárasótt (syphilis) 4. Æðasamdráttur vegna: a) Mígrenis b) Æðamyndatöku (cerebral angiograíTu) c) Heilamengisblæðingar (haemorrhagia subarachnoidalis) d) Háþrýstingskreppu (hypertensívrar krísu) 5. Minnkað blóðflæði til heilaæða a) Minnkuð afköst hjartans, t.d. vegna hjartsláttartruflunar eða hjarta- vöðvadreps b) Lækkaður blóðþrýstingur/lost 6. Óeðliieg samsetning blóðsins a) Ofgnótt rauðra blóðkorna (polycythaemia) og annað sem veldur óeðlilegri storknunartilhneigingu blóðsins b) Blóðskortur (anemia) LÆKNANEMINN 44987-40. árg. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.