Læknaneminn - 01.10.1987, Page 63

Læknaneminn - 01.10.1987, Page 63
Krabbamein í briskirtli Davíð O. Arnar læknanemi Inngangur Þegar Qallað er um krabbamein í briskirtli er yfirleitt átt við adeno- carcinoma sem er meira en 90% af öllum krabbameinum í kirtlinum (1). Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mjög á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Krabbamein í briskirtli er nú ein af algengustu dánarorsökun- um vegna krabbameins í þessum heimshluta. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar, en sýnt hefur verið fram á tengsl við reykingar og mataræði (2,3). Einkenni koma yflrleitt seint fram og er sjúkdómurinn því oftast langt genginn við greiningu. Með- ferð verður því erfið og lifun er stutt eftir greiningu. Á undanfornum árum hafa komið fram nýjar aðferðir við greiningu briskirtilkrabbameins. Ómun (ultra- sonography), tölvusneiðmynd (computed tomography — CT) og ERCP (endoscopic retrograde chol- angiopancreatography) er nú oft beitt við greiningu þessa sjúkdóms. Leit heldur áfram að sértækum æxlisvísi (tumor marker) fyrir bris- kirtilskrabbamein. Slíkur æxlisvísir myndi hugsanlega auðvelda grein- ingu briskirtilskrabbameins á fyrri stigum og auka líkur á lækningu. Faraldsfræði Krabbamein í briskirtli hefur aukist mjög á Vesturlöndum undan- farna áratugi. í Bandaríkjunum hef- ur tíðnin aukist um 300% frá 1930 og nálgast nýgengi 11/100 þús. íbúa á ári (4). Árlega er talið að um 24 þús. einstaklingar látist af völdum sjúk- dómsins í Bandaríkjunum (5) og er sjúkdómúrinn 4. algengasta dánar- orsök vegna krabbameina þar í landi (4). Tíðni sjúkdómsins hefur verið talin sérstaklega há á Norðurlöndum (6). Á árunum 1980-1984 var briskirt- ilskrabbamein í 7. sæti á íslandi hvað varðar heildarnýgengi hjá körl- um með 10.9/100 þús karla en í 10. sæti hjá konum með 7.6 ný tilfelli ár- lega miðað við 100 þús konur (7). Sjúkdómurinn er algengari í körl- um en konum og er kynjahlutfall u.þ.b. 1.5:1 — 2:1 (1,4). Briskirtil- krabbamein er mjög sjaldgæfur sjúk- dómur í fólki undir fertugt. Sjúk- dómurinn greinist oftast á aldursbil- inu 65 — 84 ára (8). Orsakir Orsakir krabbameins í briskirtli eru ókunnar. Aukning á tíðni sjúk- dómsins á Vesturlöndum bendir til þess að umhverfisþættir séu hugsan- lega orsakaþættir (9). Sýnt hefur verið fram á fylgni á milli reykinga og briskirtilkrabbameins (2.9.10.11.12) . Sjúkdómurinn er tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá fólki sem reykir, heldur en þeim sem reykja ekki (13). Ennfremur hef- ur verið sýnt fram á að aukin neysla dýrafitu og próteina getur aukið hættu á briskirtilkrabbameini (3.9.10.11.12) . Iðnaðarmengun er tal- in tengjast aukinni tíðni sjúkdómsins og eru sérstaklega nefnd störf í kola- námum (17), málm-(14), tré-(15) og efnaiðnaði (16). Líklegt er talið að tengsl séu á milli krabbanteins í briskirtli og langvinnrar briskirtilbólgu (chronic pancreatitis, idiopathic familial pancreatitis) en rannsóknir hafa sýnt breytilega fylgni, allt frá engri upp í 30% (18,19). Það sama má fullyrða um tengsl kaffidrykkju og briskirtil- krabbameins (20,21). Ekki hefur tekist að sýna fram á samband áfengisdrykkju og krabba- meins í briskirtli (1,9,19). Hugsan- legt er að þeir einstaklingar sem hafa sykursýki af týpu I séu í aukinni hættu að fá briskirtilskrabbamein (22). Talið er að neysla á treíjaríkri fæðu og vítamínum A, C, E, geti veitt ákveðna vernd gegn briskirtil- krabbameini (9) Meinafræði og stigun Til eru nokkrar tegundir af krabbameini í brisi. Lang algengast er adenocarcinoma, útgengið frá yf- irborðsþekju ganga briskirtilsins. Myndar það yfir 90% af öllum æxl- um í kritlinum (1). Næst stærsti ílokkurinn eða um 5% eru æxli út- gengin frá Langerhans eyjum (islet cell tumors). Þeirra æxla verður yfir- leitt vart snemma því þau seytra oft hormónum (1). Meðal annarra sjaldgjæfari æxla í brisi má nefna acinar cell-, giant LÆKNANEMINN VmiAO. árg. 61

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.