Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 63

Læknaneminn - 01.10.1987, Síða 63
Krabbamein í briskirtli Davíð O. Arnar læknanemi Inngangur Þegar Qallað er um krabbamein í briskirtli er yfirleitt átt við adeno- carcinoma sem er meira en 90% af öllum krabbameinum í kirtlinum (1). Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mjög á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Krabbamein í briskirtli er nú ein af algengustu dánarorsökun- um vegna krabbameins í þessum heimshluta. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar, en sýnt hefur verið fram á tengsl við reykingar og mataræði (2,3). Einkenni koma yflrleitt seint fram og er sjúkdómurinn því oftast langt genginn við greiningu. Með- ferð verður því erfið og lifun er stutt eftir greiningu. Á undanfornum árum hafa komið fram nýjar aðferðir við greiningu briskirtilkrabbameins. Ómun (ultra- sonography), tölvusneiðmynd (computed tomography — CT) og ERCP (endoscopic retrograde chol- angiopancreatography) er nú oft beitt við greiningu þessa sjúkdóms. Leit heldur áfram að sértækum æxlisvísi (tumor marker) fyrir bris- kirtilskrabbamein. Slíkur æxlisvísir myndi hugsanlega auðvelda grein- ingu briskirtilskrabbameins á fyrri stigum og auka líkur á lækningu. Faraldsfræði Krabbamein í briskirtli hefur aukist mjög á Vesturlöndum undan- farna áratugi. í Bandaríkjunum hef- ur tíðnin aukist um 300% frá 1930 og nálgast nýgengi 11/100 þús. íbúa á ári (4). Árlega er talið að um 24 þús. einstaklingar látist af völdum sjúk- dómsins í Bandaríkjunum (5) og er sjúkdómúrinn 4. algengasta dánar- orsök vegna krabbameina þar í landi (4). Tíðni sjúkdómsins hefur verið talin sérstaklega há á Norðurlöndum (6). Á árunum 1980-1984 var briskirt- ilskrabbamein í 7. sæti á íslandi hvað varðar heildarnýgengi hjá körl- um með 10.9/100 þús karla en í 10. sæti hjá konum með 7.6 ný tilfelli ár- lega miðað við 100 þús konur (7). Sjúkdómurinn er algengari í körl- um en konum og er kynjahlutfall u.þ.b. 1.5:1 — 2:1 (1,4). Briskirtil- krabbamein er mjög sjaldgæfur sjúk- dómur í fólki undir fertugt. Sjúk- dómurinn greinist oftast á aldursbil- inu 65 — 84 ára (8). Orsakir Orsakir krabbameins í briskirtli eru ókunnar. Aukning á tíðni sjúk- dómsins á Vesturlöndum bendir til þess að umhverfisþættir séu hugsan- lega orsakaþættir (9). Sýnt hefur verið fram á fylgni á milli reykinga og briskirtilkrabbameins (2.9.10.11.12) . Sjúkdómurinn er tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá fólki sem reykir, heldur en þeim sem reykja ekki (13). Ennfremur hef- ur verið sýnt fram á að aukin neysla dýrafitu og próteina getur aukið hættu á briskirtilkrabbameini (3.9.10.11.12) . Iðnaðarmengun er tal- in tengjast aukinni tíðni sjúkdómsins og eru sérstaklega nefnd störf í kola- námum (17), málm-(14), tré-(15) og efnaiðnaði (16). Líklegt er talið að tengsl séu á milli krabbanteins í briskirtli og langvinnrar briskirtilbólgu (chronic pancreatitis, idiopathic familial pancreatitis) en rannsóknir hafa sýnt breytilega fylgni, allt frá engri upp í 30% (18,19). Það sama má fullyrða um tengsl kaffidrykkju og briskirtil- krabbameins (20,21). Ekki hefur tekist að sýna fram á samband áfengisdrykkju og krabba- meins í briskirtli (1,9,19). Hugsan- legt er að þeir einstaklingar sem hafa sykursýki af týpu I séu í aukinni hættu að fá briskirtilskrabbamein (22). Talið er að neysla á treíjaríkri fæðu og vítamínum A, C, E, geti veitt ákveðna vernd gegn briskirtil- krabbameini (9) Meinafræði og stigun Til eru nokkrar tegundir af krabbameini í brisi. Lang algengast er adenocarcinoma, útgengið frá yf- irborðsþekju ganga briskirtilsins. Myndar það yfir 90% af öllum æxl- um í kritlinum (1). Næst stærsti ílokkurinn eða um 5% eru æxli út- gengin frá Langerhans eyjum (islet cell tumors). Þeirra æxla verður yfir- leitt vart snemma því þau seytra oft hormónum (1). Meðal annarra sjaldgjæfari æxla í brisi má nefna acinar cell-, giant LÆKNANEMINN VmiAO. árg. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.