Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 8

Læknaneminn - 01.04.1991, Síða 8
sem Ient höfðu í leikhúsbrunanum mikla í New Haven í Bandaríkjunum árið 1921. Hann sýndi framá, að brunalostið stafar af vökvaþurrð vegna tilfærslu á vökva og rafvökum í Iíkamanum eftir brunann, en skilningur á því er undirstaðan undir nútímameðferð á brunalosti Það var síðan árið 1952 sem Evans frá Richmond birti formúlu sína fyrir vökvagjöf við bruna, sem er byggð á stærð brunayfirborðs og þyngd sjúklings. Fleiri hliðstæðar formúlur hafa komið fram síðan. Sá Norðurlandabúi sem hefur rannsakað mest þennan þátt brunaveikinnar er prófessor Gösta Artursson í Uppsölum, en hann hefir m.a. sýnt framá, að brunabjúgurinn við meiriháttar bruna er ekki aðeins í kringum brunasárin, heldur um allan Iíkamann. Hann og samstarfsmenn hans hafa einnig sýnt framá, hve mikið orkutapið er við meiriháttar bruna, og hverja þýðingu það hefur að halda því í Iágmarki. Nú er brunalostið ekki lengur aðaldánarorsök við meiriháttar bruna, en meðferðin eftir loststigið ræður örlögum hins brennda. Skurðaðgerðir við bruna voru lengstaf í því fólgnar að reyna að rétta úr kreppum og lagfæra ör, en þeim aðgerðunt voru augljós takmörk sett meðan húðflutningar voru óþekktir. Þó tilraunir til húðflutninga hafi verið gerðar allt frá forneskju, var það svissneski skurðlæknirinn Reverdin sem 1869 lagði grunninn að nútíma vetjaflutningum með því að græða sár með klofnum húðgræðlingi, en það var breski skurðlæknirinn, Georg David Pollock, sem fyrstur notaði þessa tækni til að græða brunasár. Dr. Pollock reyndi að flytja húð milli manna og varð fyrstur til að lýsa ónæmishöfnun. Það varþóekki fyrren ísíðari heimsstyrjöldinni, að tækni við húðflutninga þróaðist svo hún nálgaðist það stig, sem hún er á í dag. I styrjöldinni voru brunasár meðal algengustu stríðsáverka, bæði meðal hermanna og óbreyttra borgara sem urðu fórnarlömb stríðsátaka, fleiri en í nokkurri annarri styrjöld. Rakhnífar munu hafa verið fyrstu tækin, sem notuð voru til að kljúfahúð, en uppúr 1920 voru hnífar sérhannaðir í þessum tilgangi bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sá þekktasti var kenndur við Age in years Percent total body area burned 5-34 0-4 35-49 50-59 60-74 75-100 Total 1-5 Percent survival 100 100 99 96 95 99 No. of cases 3261 3020 553 454 185 7473 6-15 100 99 97 90 68 98 4777 4433 811 644 284 10949 16-25 99 96 89 68 42 94 2734 1985 361 347 161 5588 26-35 95 88 75 44 13 85 1775 986 268 240 125 3394 36-45 88 72 52 22 5 72 1235 661 201 186 81 2364 46-55 75 56 34 18 3 59 850 450 155 122 63 1640 56-65 59 36 22 9 4 43 594 307 86 99 57 1143 66-75 40 25 9 2 0 29 438 212 67 66 43 826 76-85 23 13 5 0 0 16 330 184 65 52 35 666 86-100 7 3 1 0 0 4 323 184 82 68 31 688 Total 90 90 77 63 43 86 16317 12422 2649 2278 1065 34731 Mynd 1. Lifun brunasjúklinga eftir aldri og hlutfallslegri stærð brunasvæðis. 6 LÆKNANHMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.