Læknaneminn - 01.04.1991, Side 25

Læknaneminn - 01.04.1991, Side 25
Segulómun s Olafur Kjartansson læknir og Þorgeir Pálsson verkfræðingur Segulómun (Magnetic Resonance Imaging, MRI)ertæknitilaðmynda innviði líkamans ogskilar húnmyndum sem eru eins og sneiðaraf líkamanum, bæði þversum og langsum. I rannsókn með segul- ómun er líkaminn segulmagnaður með stórum segli. Rafsegulbylgja (útvarpsbylgja) er síðan send inn í hann til að breyta segulmögnunni, þ.e að mæla segulmagnið og er sú mæling numin sem útvarpsbylgja. Sérhæfð loftnet nema útvarpsmerkið frá líkamanum, tölvubúnaður vinnur úr fjölda slíkra merkja og skilar mynd á skjá. Saga segulómunar Uppruni segulómunar er í efnafræðinni þar sem hún hefur verið notuð til efnagreiningar íhart nær hálfa öld. Bandarískir eðlisfræðingar, Bloch og Purcell, sem uppgötvuðu aðferðina 1946, fengu fyrir það Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1952. Það er hins vegar ekki nema rúmur áratugur síðan farið var að nota þessa tækni til myndatöku. Árið 1972 lýsti bandarískur læknir og verk- fræðingur, Damadian, aðferðinni til að greina milli heilbrigðra og illkynja vefja. Árið el'tir, sýndi bandarískur eðlisfræðingur, Lauterbur, fyrstu sneiðmyndirnar. En fyrstu læknisfræðilegu myndir- nar voru teknar 1980 með segulómunartæki í NottinghamáEnglandi. Áþessum stutta tíma hefur tækninni fleyttótrúlegahrattframogernú viðurkennd sem ein af grundvallar aðferðum, ásamt tölvusneiðmynd, ómun og röntgenmyndatöku, til að mynda “innviði” líkamans. Spekturgreining nefnist sá eiginleiki segul- ómunar að geta greint ísundurmismunandiefni, hún er að komast í notkun í æ ríkari mæli á stærstu myndatækjunum. Spektursgreining er sá hluti segulómunar sem mun hafa einna mest áhrif á læknavísindin í náinni framtíð, þ.e. fyrir utan sjálfa myndatökuna er nánast hægt að efnagreina mannslíkamann. En sá hluti tækninnar á eftir að þróast meira og er því ekki nærtækurfyrirrannsóknir hér á landi. Segulómun er orðin viðurkennd og nauðsynleg rannsókn í dag, það má m.a sjá af því hvernig fjöldi tækja hefur aukist íheiminum. I árslok 1981 voru aðeins 3 tæki í notkun í Bandaríkjunum, en um mitt ár 1989 voru þau um 1300. I ársbyrjun 1991 voru um 3500 tæki í heiminum. Á Norðurlöndunum voru um 30 tæki í lok síðasta árs. Svovirðist sem tækjafjöldinn gæti aukist til muna innan skamms en áætlað er að kaupa þar um 5- 7 tæki á þessu ári. Á næstunni verður fyrsta tækið keypt til Islands og verður það staðsett á Landspítala. Eölisfræði segulómunar Þegar líkaminn ersegulmagnaðurþáerverið að segulmagna ákveðið frumefni í líkamanum. Frumefni verðurað uppfylla ákveðin skilyrði til að slíkt sé hægt: -Kjarni þess verður að spinna um sjálfan sig, þ.e. eins og Jörðin snýst um möndul sinn. - Fjöldi róteinda eða nifteinda í kjarna, eða hvoru tveggja, verður að vera oddatala. Þau frumefni sem uppfyllaþessi skilyrði hafaþá hlaðinn kjarnasem snýst um sjálfan sigogmyndar því lítið segulsvið, með norður og suður pól. umhverfis LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 23

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.