Læknaneminn - 01.04.1991, Page 27
0.5 TESLA 1.0 TESLA
Tissue T1 T2 T1 T2
Brain óOO 70 860 70
Muscle 540 50 750 55
Fat 220 60 220 60
CSF 3000 2000 3000 2000
Blood 850 200 900 200
Aqueous Humor 3000 2000 3000 2000
Tafla 1. Tímafastarnir T1 og T2 eru mismunandi fyrir allar vefjagerðir. Þeir eru einnig háðir hversu sterkt segulsvið
segulómtækisins er. T1 og T2 eru í millisekúndum.
einkennandi fyrir vetniskjarna, þá sveigir hún
segulmögnuninaþvertá stefnu segulsviðsins. Tíðnin
er háð styrk segulsviðs tækisins, en er yfirleitt frá
nokkrum MHz (megarið (mega=106)) og að nokkrum
tugum MHz, þ.e. á útvarpsbylgjusviði. Þegar
segulmögnun lfkamans er komin í þessa stöðu er
slökkl á rafsegulbylgjunni. Um leið minnkar
segulmögnunin í hornréttu stöðunni (eins og píla
sem minnkar) og leitar afturí fyrri stefnu (santsíða
segulsviði tækisins) sem erjafnvægisástand. Þessi
minnkun er veldisleg miðað við tíma og er einkennd
með veldisfalli, M*e'n:, þar sem T2 er tímafasti
veldisfallsins. Þegar segulmögnunin leitar aftur í
fyrri stefnu, þ.e. eykst, er því einnig lýst með
veldisfalli, M»(l - e-l/TI), þar sem T1 er tímafasti
veldisfallsins.
Líkaminn er samsettur úr tjölda vetja sem
eru mjög mismunandi að gerð. TímafastarnirTl og
T2geta veriðeinkennandi fyrir allar vefjagerðir, en
þeir eru jafnframt háðir hve sterkt segulsvið
segulómtækisinser, sjátöflu 1. Hvaðerhvíttoghvað
er svart á myndum úr segulómunartæki ræðst annars
vegar af því hvaða gildi eru á tímastuðlunum T1
og T2 fyrir þá vefi sem eru á myndinni og hins vegar
hvaða aðferð er notuð við myndatökuna.
Segulmögnunin er mæld þegar hún er þvert á
stefnu segulsviðsins með því leggja spólu eða
loftnet upp við sjúklinginn. Segulmögnunin (sem
er segulsvið) myndar straum í spólunni, en hann er
í réttu hlutfalli við segulmögnunina. Þetta er sýnt á
mynd 3.
c) Segulómun sem sneiðmvndatækni
Til að myndataka með segulómun sé möguleg,
er nauðsynlegt að vita hvernig lfkaminn
Myncl 3. A. Fyrst er segulmögnunin (M ) í sömu stefnu og segulsvið segulómtækisins (B j, en er það lítil samanborið við
B() að htin mælist ekki. B, Útvarpsbylgju er skotið að sem færir segulmögnunina þvert á stefnu segulsviðsins sem gerir þá
mælingar mögulegar á styrk segulmögnunarinnar (Mx). C, Segulmögnunin er síðan mæld þegar hún er þvert á stefnu
segulsviðsins með því að leggja spólu eða loftnet upp við sjúklinginn. Segulmögnunin myndar straum í spólunni sem er í
réttu hlutlalli við segulmögnunina.
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
25