Læknaneminn - 01.04.1991, Side 28
Mynd 4. Segulómtæki (heimild 7).
segulmagnast. Með því að þekkjasegulmögnunina
með mikilli nákvæmni áhverjum stað í líkamanum er
hægt að fá sneiðmyndir í öllum plönum.
Segulmögnunin er þekkt á hverjum stað með því
að breyta segulsviði tækisins á þekktan hátt. Til þess
eru notaðir svonefndir staðsetningarseglar
(gradíentar), en þeir eru litlir seglar sem breyta
segulsviðinu línulega um allt að 1 % í þremur víddum
(x, y og z).
Tækjabúnaður
Sjálft myndatækið samanstendur af stórum
segli, staðsetningarseglum, loftnetum, ásamt sendi og
móttakara fyrir rafsegulbylgjur. Jafnframt er
tölvubúnaður notaður til að stýra tækinu, setja saman
myndirnar ogsýnaþæráskjá. Annarbúnaðurerstóri
segullinn sem ræðurmestu um stærð tækisinsen innan
í honum eru litlu seglarnir og megin loftnetið. Onnur
Mvnd 5. Loftnel fyrir myndatöku af höfði (heimild 6).
loftnet eru lögð við sjúklinginn eftir því hvaða
líkamshluta eða líffæri er verið að mynda. Tæki er
sýnt á mynd 4 og loftnet fyrir myndatöku af höfði á
mynd 5.
Stóri segullinn myndar segulsvið sem getur
verið um 10 þúsund sinnum sterkara en segulsvið
Jarðar. Einingfyrirsegulsvið erTesla(T), segulsvið
jarðar er um 50 |iT.
Tækjabúnaðurinn er mjög mismunandi en
mestumáliskiptir val ásjálfumseglinum. Þeirgeta
verið þrenns konar:
- Ofurleiðnisegull, hann getur flutt mikinn
rafstraum án nokkurs viðnáms og myndar því
sterkt og jafnt segulsvið (mikið segulmagn) eða
yfir2T. Segullinn erkældurmeðfljótandi helíum
og stundum einnig fljótandi köl'nunarefni til aðná
lágu hitastigi (30°K, -243°C) sem nauðsynlegt
Mynd 6. Mögulegt er að taka sneiðmyndir af líkamanum
undir nær öllum hugsanlegum sjónarhornum
fyrir ofurleiðnina. Þessir seglar eru tiltölulega
léttiren flóknir íbyggingu. Þeim hefurfylgt mikill
rekstrarkostnaður vegna kælingarinnar, helíum
verður að endurnýja reglulega. Þetta er að
breytast, aðallegavegnaminni helíum notkunaren
einnig hefur verð á helíum lækkað.
- Rafmagnssegull sem þarf alltaf rafmagn meðan
hann gengur. Getur verið allt að miðlungsstórt
tæki, að 0.4 T. Rafsegull er kældur með vatni eða
lof'ti og er mjög aflfrekur.
- Fastur segull sem er venjulegt segulstál en hefur
takmarkaðan segulstyrk, allt að 0.3 T. Hann þarf
ekkert rafmagn meðan hann gengur. Slfkir seglar
26
LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.