Læknaneminn - 01.04.1991, Side 30

Læknaneminn - 01.04.1991, Side 30
** má nota sem fyrstu rannsókn eða sem viðbótarrannsókn við sjúkdóma í kviðarholi, grindarholi, hjarta og æðakerfi. ***hefur vissar takmarkanir vegna öndunarhreyfinga, en truflanir á myndgerð vegna hjartsláttar og blóðflæðis eru ekki lengur vandamál. Miðtaugakerfið Líkt og gerðist í tölvusneiðmyndatækninni fyrir 10-12 árum, var fyrst sýnt fram á gildi segulómunar við sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Nú er segulómun fyrsta rannsókn á sjúkdómum á heila, mænu og mænugangi, þar sem hennar er völ og kemur næst á eftir venjulegum röntgenmyndum í greiningu bakverkja og hryggsjúkdóma (mynd 8). Aðeins í ýmsum bráðatilfellum og við órólega sjúklinga yrði tölvusneiðmyndarannsókn fyrstaval. Hætt verðurað gera rannsóknir með skuggaefni í mænugangi (myelografia)nemaí undantekningartilfellum. Miklar vonir eru bundnar við þróun æðaskoðanna sérstaklega áhöfði og hálsi. Sumirstaðir (Cleveland Clinic USA) telja sig ná árangri sambærilegum við stafræna æðaskoðun (DSA) eftir inndælingu í slagæð, en aðrir Mynd 8. Acoustic neurinoma. T1 mynd eftir Gd-DPTA gjöf- eru ekki eins ánægðir með árangurinn ennþá. Með tilkomu paramagnetiskra “skuggaefna” hefur “sérgreiningarhæfni (specificitet)” rannsóknanna aukist og má þannig yfirfæra mikið af túlkun, þekkingu og “empíriskri” reynslu frá TS tækninni yfir á segulómunarmyndir. Þannig má greina betur milli bjúgs og æxlisvefs og komast nær vefrænni greiningu. Segulómun er mjög næm fyrir ýmsum “hrörnunar” sjúkdómum í heilavef eins og við heila- og mænusigg. Sumir telja að breytingar komi fyrr fram á segulómun en í mænuvökva og þannig megi sjúkdómsgreina fyrr og stytta biðtíma og óvissu hjá sjúklingum og ættingjum . Segulómun greinir æxli í mænu og má sérgreina þau eftir útliti. Hrörnunarbreytingar í liðþófum sjást sem breyting á merki og flest liðþófahlaup greinast. Margir álíta að segulómrannsókn sé næmasta aðferðin til aðgreinameinvörp íbeinumt.d.hrygg. Aðalkostur MRI umfram venjulegar röntgenmyndir, tölvusneiðmyndir, myelografiu og ísótópaskoðun, er að með einni rannsókn fæst besta mögulega líffærafræðilegtyfirlityfir hryggmænugangogmænu (aðþrengd á einum eða fleiri stöðum?) auk staðsetningar á meinvörpum í beinum. Mynd 9. Hné. T1 mynd. 28 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.