Læknaneminn - 01.04.1991, Side 31

Læknaneminn - 01.04.1991, Side 31
SUPRASPINATUS ACROMION Mynd 10. Öxl. T1 mynd. Vöðva- og stoðkerfi Góðkynja og illkynja æxlisvöxt í mjúkpörtum er betra að skoða með segulómun en með TS. Opnast hafa nýjir möguleikar til skoðunar á eðlilegum og sjúkiegum breytingum í beinmerg og til að sýna að æxlisfrumur séu í beinmerg (leukemia, lymfoma ). Hingað til hafa stórir liðir, axlir, mjaðmir og hné mest veriö rannsakaðir (rnynd 9). Segulómun gefur upplýsingar um bein, liðbrjósk, liðpoka, liðbönd og umlykjandi mjúkvefi. Mikið næmi erfyrirsjúklegum breytingum í liðþófum og liðböndum. Þannig gefa hrörnunarbreytingar í liðþófum og rof á liðþófa (menisk ruptur) breytingu á nierki (“signal intensity”), og má greina á ntilli rifu annarsvegar og hrömunarbreytinga hinsvegar. Þá má greina milli sjúkdónta í mjúkpörtum og áverka á vöðva t.d. supraspinatus tendinitis og supraspinatus rupturu(mynd 10). Þetta á einnig við um brot og beineyðingu. I mjöðmum útilokar eðlileg segulómun ischemiska beineyðingu í lærleggshaus og sýnir innkýlt brot á lærleggshálsi betur, en aðrar rannsóknaraðferðir. Minni áhersla hefur hingað til verið lögð á smáliði en rannsóknir sýna að segulóntun sýnir allar meginbreytingar við iktsýki, tap á brjóski, mjúkpartaþrota, vökva í lið.beincystur og úrátur í liðendum, fyrren röntgenrannsókn. Segulómun hefur hingað til mest verið notuð til mats á hálshrygg og banakringlu hjá sjúklingum með iktsýki.. Grindarholslíffæri Mikilvægi segulómunar til greiningar á sjúkdómum í grindarholi kvenna hefur vaxið (mynd 11). Með segulómun er unnt að sýna líffærafræðilega lagskiftingu í legi (uterine zonal anatomy) og sýna breytingar sem verða við mismunandi áreiti hormóna. Engin ein rannsókn getur gefið jafnmiklar upplýsingar um intraluminal, intramural og extramural vöxt auk upplýsinga um eitlastöðvar. Segulómun er því kjörrannsókn til stigunar á krabbameini í legi, leghálsi og skeið. A meðgöngu má gera grindarmálsmælingu og eins skoða fóstrið ef grunur er um galla eða sjúkdóma við ómskoðun. Segulómun hentar mjög vel við mat á æxlum í blöðruhálskirtli, eistum og þvagblöðru. Eins og við ómskoðanir hefur verið þróað “ loftnet” til að setja í endaþarm og þannig bæta upplýsingagildið til muna. Mynd 11. Grindarhol: Sagittal sneið. T2 mynd. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.