Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.04.1991, Blaðsíða 53
og hörfræsolíum, sem eru illfáanlegar, og sojaolíum. Þær virðast hafa svipuð áhrif á blóðfitu og ólífuolía, þó sumar tilraunir bendi til lækkunnar á HDL-C um leið (33) . Þær innihalda lífsnauðsynlegu fitusýrurnar báðar sem er kostur. A hinnbóginn eru þær það rnikið unnar að oft er spurning um gæði þeirra. Allar fjöldaframleiddar olíur, matarolíur og smjörlíki framleiddar í Bandaríkjunum í dag eru unnar þannig að mest af lífsnauðsynlegu fitusýrunum eyðileggst (36). Sem dæmi um það er óunnin sojaólia brúnleit á litinn og hefur áberandi lykt og á að geymast í flöskum sem ekki hleypa um sig ljósi til að verjast þránun (32). Hér á landi er hinsvegar sojaolían gul eða glær, lyktarlaus og í glærum flöskum í flestum búðum. 3. Fiskolíur eða omega-3 fitusýrur. Dæmi um þær eru EPA og DHA fitusýrur í þorski, ufsa, lúðu,laxi, silungi og öðrum feitum fiskum og línolensýra sem er í sojabaunum. Rannsóknir Dananna Bang og Dyerberg á Dönum og ekimóum á Grænlandi bentu til þess að tíðni hjarta og æðasjúkdóma og magn kólesteróls væri mum lægra hjá eskimóum á Grænlandi sem fá sína fitu úr sjávarfangi, en dönum sem fá sínafitu úrkjöti, eggjum og mjólkurvörum. Einnig hafa þær áhrif áblóðflögur sem síður loða við æðaskemmd. Síðari tíma rannsóknir hafa flestar staðfest þetta ásamt áhrifum til lækkunar á LDL-C en þó aðallega á þríglýseríðum (34) . 4. Tvísúlfíðolíur. Þær er að finna í lauki og hvítlauki og virðast lækka kólesteról en til þess þarf um 50 g. á dag (34). Styrkur þeirra í lauknum erþó svo lítill að það þyrfti aðneyta um 500 g. hvítlauks eða 10 kg. lauks á dag sem er næsta óframkvæmanlegt þó ekki væri nema vegna landflótta annars fólks!. Ahrif þessara ýmsu fitusýra til lækkunnar kólesteról eru að sjálfsögðu háðar því að þær komi í staðmettaðrarfituenekki til viðbótarþeim. Tilraunir hafa líka bent til þess að það sé í rauninni minnkun á mettaðri fitu en ekki einómettaða eða fjölómettaða fitan sem slík, sem valdi raunverulega kólesteróls lækkuninni (35). 5. Trefjaefni ýmiskonar. Virðast geta lækkað blóðfitu eitthvað. Tretjaefni skiptast í leysanlegar og óleysanlegar trefjar sem þó hvorugar meltist. Það eru f.o.f. leysanlegar trefjar eins og pektín úr ávöxtum, korni, baunum og grænmeti sem lækka blóðfitu. Þær mynda hlaup í maganum og bindast gallsöltum og bera þau út úr lfkamanum og auka þannig útskilnað kól. og trufla meltingu fitu. Óleysanlegu trefjarnar s.s. sellulósi úr plöntum bindur ekki gallsölt en eykur þó þarmah rey fingar( 34). Dr. Gunnari Sigurðssyni, yfirlækni lyflækningadeildar Borgarspítalans eru þakkaðar ábendingar og góð heillaráð og Svani Kristjánssyni ábendingar og yfirlestur. Heimildaskrá. 1. Powell K.E. ofl. Physical activity and the incidence of coronary heart disease. Annual review of public health 8: 253-287, 1987. 2. Goldberg A.P. ofl. Aerobic and resistive exercise modify risk factors for coronary heart disease. Medicine and science in sports and exercise. Des 1989, bls 669. 3. Berg A. ofl. Influence of maximal aerobic capacity and relative body weight on lipoprotein profile in athletes. Atherosclerosis 55: 225-231, 1985. 4. Cook T.ofl. chronic low level physical activity as a determinant of HDL- cholersterol. Medicine and science in sports and exercise 18: 653-657, 1986. 5. Marti B. ofl. Fifteen year changes in exercise, abdominal fat and serum lipids in runners and controls. Medicine and science in sports and exercise, jan 91, bls 115. 6. Thompson D. ofl. Modest changes in HDL concentration and metabolism with prolonged exercise training. Circulation 78: 25-34, 1988. 7. Gorski J. ofl. Hepatic lipid metabolism in exercise and training. Medicine and science in sports and exercise. april 1990 bls. 213. 8. Warner J. G. ofl. Combined effects of aerobic exercise and omega-3 fatty acids in hyperlipidemic persons. Medicine and science in sports and exercise. oct. 1989, bls 498. 9. Haupt H.A. :Strength training kalJi 2 í bókinni Sports medicine, the school age athlete. ritstj. Bruce Reider MD. Saunders 1991. 10. Ullrich I. ofl. Increased HDL-cholesterol levels with weight lifting program, South African medical journal. 80(3) 328-331, 1987. 11.. Hurley B. F. ofl. HDL - cholesterol in bodybuilders vs. powerlifters negative effects of androgen use. JAMA, 242: 507-513, 1984. LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.