Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.04.1991, Qupperneq 58
Námskrá í atferlis- og samskiptafræðum hefur verið samin fyrir læknanema á fyrsta og öðru ári. Megin markmið eru eftirfarandi (5): 1. Að kynna hugtök í sálarfræði, félagsfræði, rökfræði og heimspeki, sem hjálpi þeim við að skilja og skilgreina þann mannlega vanda, sem læknar standa frammi fyrir í starfi sínu. 2. Að efla þroska þeirra og næmi fyrir eigin tilfinningum og annarra. 3. Að efla siðferðisvitund þeirra og ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfum sér sem einstaklingum og samferðamönnum, bæði sjúklingum og samstarfsfólki. 4. Að auka færni þeirra í mannlegum samskiptum. 5. Að auka færni þeirra við að afla sér þekkingar með skipulegri leit og úrvinnslu heimilda og við að setja niðurstöður fram, bæði munnlega og skriflega. Samskipti við sjúklinga Nauðsynlegt er að læra þau grundvallaratriði, sem nefnd hafa verið hér að ofan með bóklegu námi, en læknanemar ná engri færni í að lileinka sér þessi hugtök og vinnulag nema með verklegri kennslu frá byrjun. Því er lögð rík áhersla á að læknanemar umgangist sjúklinga sem fyrst í náminu. Hér á eftir verður lýst nánar verklegri kennslu á þessu sviði, sem beitt hefur verið erlendis (6) og verið er að þróa hér í kennslu á þriðja misseri. Atburðarásin gæti verið á þessa leið: Kennarinn útvegar sjúkling eða fjölskyldu, sem hann þekkir vel og er tilbúin að spjalla við læknanema. Tveir læknanemar mæla sér mót við þennan einstakling, helst á heimili hans ef hægt er. Æskilegterað þeir hittist ítvö til þrjú skipti til þess að nemarnir og sjúklingurinn geli íhugað samskiptin milli funda. í þessum viðtölum eiga læknanemarnir að leggja áherslu á það að láta viðkomandi lýsa því hvernig það er að vera sjúkur en einbeita sér ekki að sjúkdómnum sem slíkum. Læknanemarnir (allir eða minni hópar), sjúklingurinn og kennari hittast síðan á sameiginlegumfundi. Læknanemarnirkynnafyrir hinum hvers þeir hafi orðið vísari í þessum viðtölum. Sjúklingnum gefst síðan kostur á að leiðrétta söguna eða bæta við hana og nemendur geta spurt hann frekar. Veigamiklir þættir, sem hafa áhrif á sjúkan einstakling eru nú skilgreindir og ræddir sérstaklega. Að lokum eru nemendur og sjúklingur spurðir að því hver reynsla þeirra var af þessum kynnum og hvort komið hafi upp einhver siðfræðileg vandamál, s.s. varðandi þagnarskyldu o.s.frv. Einnig er reynt að meta hvernig nemandanum tókst að byggja upp sambandið. Sem dæmi má nefna mynd 1, sem dregin var upp af Jóni Jónssyni og tengslum hans við umhverfi sitt. Jón fékk kransæðastíflu fyrir 7 árum og hafði áður farið í aðgerð vegna brjóskloss. Starfsorka hans er skert vegna þessa. Kennarinn útskýrði stuttlega sjúkdóma Jóns og tengdi þá þannig strax við það sem nemendurnir voru að lesa í líffæra- og lífeðlisfræði. Jón Jónsson var síðan beðinn að segja frá því andlega og líkamlega áfalli sem hann varð fyrir í veikindum sínum. Það var sérstaklega fróðlegt að heyra hvernig honum gekk að leysa peningamál sín og hvaða stuðning hann fékk frá fjölskyldu sinni, vinum, kunningjum og hinu opinbera. Jón hafði ekki mikinn stuðning frá fjölskyIdunni og varð því mjög háður aðstoð almannatrygginga. Aukin ánægja eða á rangri hillu? Nemandinn hefur nú fengið fyrstu reynslu sína í að umgangast sjúkling og ræða við hann án afskipta kennara. Hann hefureinnig farið í vitjun íheimahús og þannig kynnst umhverfi hins veika og skynjað 56 LÆKNANEMINN 1 1991 44. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.